Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Kvöldfréttir verða á sínum stað klukkan 18:30
Kvöldfréttir verða á sínum stað klukkan 18:30

Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform en skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt í beinni við þingmenn stjórnarandstöðunnar sem krefjast þess að Alþingi verði kallað saman án tafar vegna málsins.

Við förum einnig yfir atburði dagsins í Úkraínu þar sem Rússar sækja nú hart fram í Donbas-héraði og tökum stöðuna á Reykjanesskaga sem hefur nötrað á síðustu dögum. Jarðeðlisfræðingur segir skjálftahrinuna áminningu um að eldgos í sjó gæti sent ösku yfir höfuðborgarsvæðið.

Það getur reynst erfitt að komast að á dekkjaverkstæðum nú þegar það styttist í að lögregla dragi upp sektarmiðana. Við kíkjum á verkstæði sem ná varla að anna álaginu og förum á frumsýningu á nýju íslensku stórmyndinni Berdreymi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×