Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Smári Jökull Jónsson skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttir að kvöldi páskadags.
Edda Andrésdóttir les fréttir að kvöldi páskadags.

Íbúar í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu máttu þola hryllilegar pyntingar og kvalir á meðan þeir voru læstir inni í litlum kjallara vikum saman og gátu enga björg sér veitt. Forseti Úkraínu segist aldrei ætla að láta landsvæði af hendi og hyggst berjast til hins ítrasta.

Fjallað verður um stríðið í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Mikilvægt sé að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu.

Við ræðum einnig við formann Keilusambandsins sem segir æfingaraðstöðu fyrir þá sem stunda keilu sem íþrótt slæma. Iðkendur séu í samkeppni við vinnustaðapartý og afmæli.

Einnig hittum við listakonu á Akranesi sem hannar ofvaxna skyndibita og sælgætisskúlptúra.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×