Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Smári Jökull Jónsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir kvöldsins.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir kvöldsins.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður áfram fjallað um stöðuna í Úkraínu, en Rússar hyggjast hernema Maríupól áður en helgin er á enda.

Þá verður farið yfir helstu vendingar hjá stéttarfélagi Eflingar, en þar er starfsfólk enn í áfalli eftir uppsagnirnar. Stjórn VR réð ráðum sínum í dag.

Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki.

Og gríðarleg eftirspurn er í svo kallaða mömmuþjálfun þar sem nýbakaðar mæður æfa saman í hóp. Þær segja nauðsynlegt að komast út af heimilinu í fæðingarorlofi og svitna svolítið með öðrum mæðrum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×