Innlent

Vill 27 milljónir frá ríkinu vegna forstjóraskipunar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Vísir/vilhelm

Guðrún Reykdal, sem starfað hefur hjá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála um árabil, krefur íslenska ríkið um 27 miljónir króna vegna skipunar forstjóra. 

Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í morgun en Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún telur ólögmæta ákvörðun. 

Guðrún stefnir bæði Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra vegna málsins.

Fréttablaðið hefur upp úr stefnu Guðrúnar að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×