Reisa nýja uppblásna íþróttahöll eftir hamfarir vetrarins Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2022 22:37 Það sem eftir stóð í Hveragerði eftir fok Hamarshallarinnar þann 22. febrúar. Aðsend Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að reisa aðra loftborna íþróttahöll eftir að Hamarshöllin sprakk og fauk í miklu óveðri þann 22. febrúar síðastliðinn. Lofthæð hússins var um fimmtán metrar en það var alls 5.120 fermetrar að stærð. Það var reist sumarið 2012 en kostnaður við húsið var rúmlega 300 milljónir króna. Verður stefnt að því að Hamarshöllin verði aftur risin næsta haust. Bæjarstjórnin hefur samþykkt að panta nýjan dúk fyrir höllina en erlent fyrirtæki hefur gert tilboð upp á um 86,7 milljónir króna. Innifalið í því er tvöfaldur dúkur sem sagður er 20% sterkari en sá fyrri, sjö neyðarútgangar, inngangshurðir, akkerisfestingar og lýsing. Hamarshöllin í Hveragerði var eina loftborna íþróttahús landsins. Vísir/Magnús Hlynur „Með þessari ákvörðun gefst tækifæri til að endurheimta þá aðstöðu sem áður var í Hamarshöllinni með hagkvæmum hætti og stefna jafnframt ótrauð að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja svo sem viðbyggingar sunnan við íþróttahúsið Skólamörk og uppbyggingu gervigrasvallar. Slík uppbygging gæti ekki orðið að veruleika í mjög langan tíma ef ráðist er í uppbyggingu húss sem kostar margfalt á við það sem Hamarshöllin myndi kosta með dúk,“ segir í tillögunni sem lögð var fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ódýrasti kosturinn Samkvæmt greiningu verkfræðistofunnar Verkís myndi stálgrindarhús kosta um 1.200 til 1.600 milljónir króna en nýr og endurbættur dúkur og endurreisn Hamarshallarinnar 315 til 370 milljónir króna. Þá er að fullu verðlögð öll sú sjálfboðavinna sem fram fór við samsetningu hallarinnar. „Rétt er einnig að geta þess hér að Hamarshöllin er tryggð og mun Sjóvá bæta stóran hluta þess tjóns sem hlaust af óveðrinu,“ segir í greinargerð með samþykktu tillögunni. Fimleikaáhöld sem fyrir óveðrið voru inni í Hamarshöllinni.Friðrik Sigurbjörnsson „Hamarshöllin hefur nýst mun betur heldur en vonast var til í upphafi þar sem auk íþróttaæfinga Hvergerðinga hefur hún skapað ríka tekjumöguleika fyrir deildir vegna mótahalds auk þess sem félög annars staðar frá auk sérsambanda ÍSÍ hafa nýtt höllina til margvíslegra æfinga. Fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar sem ekki er ríkt af fjölbreyttum tekjustofnum þá taldist það kraftaverk að geta boðið bæjarbúum jafn góða aðstöðu og Hamarshöllin gat gert. Við viljum ekki stíga skref aftur á bak.“ Áhersla verður lögð á að styrkja dúkinn sérstaklega í ljósi reynslunnar og aukastyrkingar settar á álagspunkta. Auk þess er talið nauðsynlegt að setja upp skjól, til að mynda girðingar, sem myndi brjóta norðanáttina. „Ég er mjög stoltur af þessari ákvörðun, en með þessu er tryggt að hefðbundið íþróttastarf, sem við höfum fengið að venjast hér síðustu 10 ár, verði komið á að nýjan leik næsta haust,“ segir Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, á Facebook-síðu sinni þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðuninni. Hveragerði Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Íþróttir barna Hamar Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. 2. apríl 2022 14:04 Hvergerðingar taka höndum saman og krakkarnir þakklátir Hvergerðingar hyggjast taka höndum saman við að endurbyggja Hamarshöllina sem eyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir í gærmorgun og margir ætla að gefa vinnu sína. Þeir segja þetta mikinn skell fyrir samfélagið en ætla að taka þetta á jákvæðninni. 23. febrúar 2022 23:30 Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Lofthæð hússins var um fimmtán metrar en það var alls 5.120 fermetrar að stærð. Það var reist sumarið 2012 en kostnaður við húsið var rúmlega 300 milljónir króna. Verður stefnt að því að Hamarshöllin verði aftur risin næsta haust. Bæjarstjórnin hefur samþykkt að panta nýjan dúk fyrir höllina en erlent fyrirtæki hefur gert tilboð upp á um 86,7 milljónir króna. Innifalið í því er tvöfaldur dúkur sem sagður er 20% sterkari en sá fyrri, sjö neyðarútgangar, inngangshurðir, akkerisfestingar og lýsing. Hamarshöllin í Hveragerði var eina loftborna íþróttahús landsins. Vísir/Magnús Hlynur „Með þessari ákvörðun gefst tækifæri til að endurheimta þá aðstöðu sem áður var í Hamarshöllinni með hagkvæmum hætti og stefna jafnframt ótrauð að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja svo sem viðbyggingar sunnan við íþróttahúsið Skólamörk og uppbyggingu gervigrasvallar. Slík uppbygging gæti ekki orðið að veruleika í mjög langan tíma ef ráðist er í uppbyggingu húss sem kostar margfalt á við það sem Hamarshöllin myndi kosta með dúk,“ segir í tillögunni sem lögð var fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ódýrasti kosturinn Samkvæmt greiningu verkfræðistofunnar Verkís myndi stálgrindarhús kosta um 1.200 til 1.600 milljónir króna en nýr og endurbættur dúkur og endurreisn Hamarshallarinnar 315 til 370 milljónir króna. Þá er að fullu verðlögð öll sú sjálfboðavinna sem fram fór við samsetningu hallarinnar. „Rétt er einnig að geta þess hér að Hamarshöllin er tryggð og mun Sjóvá bæta stóran hluta þess tjóns sem hlaust af óveðrinu,“ segir í greinargerð með samþykktu tillögunni. Fimleikaáhöld sem fyrir óveðrið voru inni í Hamarshöllinni.Friðrik Sigurbjörnsson „Hamarshöllin hefur nýst mun betur heldur en vonast var til í upphafi þar sem auk íþróttaæfinga Hvergerðinga hefur hún skapað ríka tekjumöguleika fyrir deildir vegna mótahalds auk þess sem félög annars staðar frá auk sérsambanda ÍSÍ hafa nýtt höllina til margvíslegra æfinga. Fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar sem ekki er ríkt af fjölbreyttum tekjustofnum þá taldist það kraftaverk að geta boðið bæjarbúum jafn góða aðstöðu og Hamarshöllin gat gert. Við viljum ekki stíga skref aftur á bak.“ Áhersla verður lögð á að styrkja dúkinn sérstaklega í ljósi reynslunnar og aukastyrkingar settar á álagspunkta. Auk þess er talið nauðsynlegt að setja upp skjól, til að mynda girðingar, sem myndi brjóta norðanáttina. „Ég er mjög stoltur af þessari ákvörðun, en með þessu er tryggt að hefðbundið íþróttastarf, sem við höfum fengið að venjast hér síðustu 10 ár, verði komið á að nýjan leik næsta haust,“ segir Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, á Facebook-síðu sinni þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðuninni.
Hveragerði Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Íþróttir barna Hamar Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. 2. apríl 2022 14:04 Hvergerðingar taka höndum saman og krakkarnir þakklátir Hvergerðingar hyggjast taka höndum saman við að endurbyggja Hamarshöllina sem eyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir í gærmorgun og margir ætla að gefa vinnu sína. Þeir segja þetta mikinn skell fyrir samfélagið en ætla að taka þetta á jákvæðninni. 23. febrúar 2022 23:30 Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. 2. apríl 2022 14:04
Hvergerðingar taka höndum saman og krakkarnir þakklátir Hvergerðingar hyggjast taka höndum saman við að endurbyggja Hamarshöllina sem eyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir í gærmorgun og margir ætla að gefa vinnu sína. Þeir segja þetta mikinn skell fyrir samfélagið en ætla að taka þetta á jákvæðninni. 23. febrúar 2022 23:30
Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57
Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54