Innlent

ASÍ-UNG segir uppsagnirnar lagalega tæpar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
ASÍ-UNG segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar lagalega tæpar. Fulltrúar Eflingar í stjórn ASÍ-UNG tóku ekki þátt í samþykkt ályktunarinnar.
ASÍ-UNG segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar lagalega tæpar. Fulltrúar Eflingar í stjórn ASÍ-UNG tóku ekki þátt í samþykkt ályktunarinnar. Vísir/Vilhelm

Samtök ungs launafólks innan Alþýðusambands Íslands segja hópuppsögn innan Eflingar standa á mjög tæpum lagalegum grundvelli og stangast alfarið við þau siðferðislegu gildi sem þau vilji tileinka sér. 

„Í fyrradag bar til tíðinda innan Verkalýðshreyfingarinnar þegar 57 starfsmönnum Eflingar var sagt upp fyrirvaralaust í fordæmalaustum hópuppsögnum. Aðgerðir sem þessar stangast á við þau grunngildi sem við störfum eftir innan verkalýðshreyfingarinnar.“

Svona hefst ályktun ASÍ-UNG vegna hópuppsagnar stjórnar Eflingar á starfsmönnum félagsins. Fram kemur í ályktuninni að fulltrúar Eflingar í stjórn ASÍ-UNG hafi ekki tekið þátt í mótun eða afgreiðslu ályktunarinnar. 

Í henni segir að ASÍ-UNG fordæmi hópuppsagnirnar í einu og öllu.

„Verkalýðshreyfingin á að standa vörð um réttindi vinnandi fólks og á að sýna gott fordæmi og tileinka sér þá hegðun sem við viljum að atvinnurekendur á almennum markaði sýni starfsfólki,“ segir í ályktuninni. 

„En fremur krefst ASÍ-UNG þess að Starfsgreinasamband Íslands taki skýra afstöðu með starfsmönnum Eflingar og aðstoð þá við að leita réttar síns.“


Tengdar fréttir

Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 

Starfs­maður Eflingar og frænka Sól­veigar sakar stjórnina um hræsni

„Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×