Innlent

Meirihlutinn heldur velli samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Líkt og í nýlegri könnun Maskínu mælist Framsóknarflokkurinn með þrjá menn inni í könnun Gallup. Flokkurinn náði engum manni inn í borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum.
Líkt og í nýlegri könnun Maskínu mælist Framsóknarflokkurinn með þrjá menn inni í könnun Gallup. Flokkurinn náði engum manni inn í borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum. Vísir/vilhelm

Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup. 

Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex fulltrúa, Samfylkingin sex, Píratar þrjá, Framsóknarflokkurinn þrjá, Viðreisn tvo og Vinstri græn, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands einn hvor.

Samkvæmt könnuninni myndi Sjálfstæðisflokkurinn tapa tveimur mönnum og Samfylkingin einum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá menn kjörna og Píratar bættu einum við sig. Miðflokkurinn dettur út.

85,1 prósent þátttakenda í könnuninni tóku afstöðu en 8,7 prósent tóku ekki afstöðu eða vildu ekki svara. 6,2 prósent sögðust myndu skila auða eða sleppa því að kjósa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×