Stöðva framkvæmdir við Suðurlandsveg vegna kæru Waldorfskólans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 11:15 Svona átti vegurinn að líta út ofan Lögbergsbrekku að lokinni tvöföldun. Vegagerðin Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Fréttablaðið að Kópavogsbær sé nú með málið til skoðunar og hvernig bregðast megi við þeim athugasemdum sem hafa verið gerðar. Framkvæmdir hófust í desember í fyrra en bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku í október sama ár. Í lok nóvember, eftir að gengið var frá samningum við Vegagerðina, kærði Waldorfskóli ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar. Hér fyrir neðan má finna frétt Stöðvar 2 frá því síðasta sumar um verkið: Ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins Upphaflega var gert ráð fyrir að hliðarvegur sem tengja ætti Waldorfskóla við fyrirhuguð Geirlandsvegamót væri hluti af framkvæmdinni en hliðarvegurinn var felldur úr framkvæmdaleyfinu eftir að ábendingar bárust um að hann hafi ekki verið hluti af mati á umhverfisáhrifum frá 2009. Skólinn gerði ýmsar athugasemdir í málinu og fullyrti að tengimöguleikum skólans við Suðurlandsveg myndi fækka ef það yrði af framkvæmdinni. Þá væri framkvæmdin ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins þar sem gert er ráð fyrir þremur mislægum gatnamótum eða hringtorgi á þeim hluta Suðurlandsvegar sem er innan Kópavogsbæjar. „Það sé ekki í samræmi við áðurnefnt aðalskipulag sveitarfélagsins að hafa ekki mislæg gatnamót eða hringtorg sem tengi Suðurlandsveg við Waldorfskóla í Lækjarbotnum. Þar sem framkvæmdaleyfið fari í bága við aðalskipulag að þessu leyti beri að ógilda það,“ segir um málsrök kæranda í úrskurðinum. Þar að auki hafi ekki legið fyrir deiliskipulag. Ekki ljóst hvort bæjarstjórn hafi kynnt sér skýrslu framkvæmdaraðila Bæjaryfirvöld í Kópavogi héldu því aftur á móti fram að framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag þar sem getið er sérstaklega um tvöföldun Suðurlandsvegar. „Vissulega sé kveðið á um í umfjöllun aðalskipulags að fyrirhugaðar breytingar á veginum skuli gerðar í deiliskipulagi. Hins vegar líti Kópavogsbær ekki svo á að greind stefna sveitarfélagsins í aðalskipulagi fyrirgeri rétti þess til að grenndarkynna framkvæmdaleyfi þar sem deiliskipulag liggi ekki fyrir,“ segir um málsrök bæjarins í úrskurðinum. Nefndin segir gögn málsins ekki bera með sér að bæjarstjórn hafi kynnt sér matskýrslu framkvæmdaraðila, tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu og lagt álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum til grundvallar eða tekið rökstudda afstöðu til þess. „Er í þeim efnum ekki nægilegt að fyrir fund skipulagsráðs hafi legið matsskýrsla framkvæmdaraðila frá því í júní 2009, enda verður af því ekki ráðið hvort bæjarstjórn hafi í raun og veru kynnt sér þá skýrslu, hvað þá að hún hafi tekið afstöðu til hennar. Er því ljóst málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum greindra laga,“ segir í niðurstöðuhluta úrskurðarins. Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Fréttablaðið að Kópavogsbær sé nú með málið til skoðunar og hvernig bregðast megi við þeim athugasemdum sem hafa verið gerðar. Framkvæmdir hófust í desember í fyrra en bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku í október sama ár. Í lok nóvember, eftir að gengið var frá samningum við Vegagerðina, kærði Waldorfskóli ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar. Hér fyrir neðan má finna frétt Stöðvar 2 frá því síðasta sumar um verkið: Ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins Upphaflega var gert ráð fyrir að hliðarvegur sem tengja ætti Waldorfskóla við fyrirhuguð Geirlandsvegamót væri hluti af framkvæmdinni en hliðarvegurinn var felldur úr framkvæmdaleyfinu eftir að ábendingar bárust um að hann hafi ekki verið hluti af mati á umhverfisáhrifum frá 2009. Skólinn gerði ýmsar athugasemdir í málinu og fullyrti að tengimöguleikum skólans við Suðurlandsveg myndi fækka ef það yrði af framkvæmdinni. Þá væri framkvæmdin ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins þar sem gert er ráð fyrir þremur mislægum gatnamótum eða hringtorgi á þeim hluta Suðurlandsvegar sem er innan Kópavogsbæjar. „Það sé ekki í samræmi við áðurnefnt aðalskipulag sveitarfélagsins að hafa ekki mislæg gatnamót eða hringtorg sem tengi Suðurlandsveg við Waldorfskóla í Lækjarbotnum. Þar sem framkvæmdaleyfið fari í bága við aðalskipulag að þessu leyti beri að ógilda það,“ segir um málsrök kæranda í úrskurðinum. Þar að auki hafi ekki legið fyrir deiliskipulag. Ekki ljóst hvort bæjarstjórn hafi kynnt sér skýrslu framkvæmdaraðila Bæjaryfirvöld í Kópavogi héldu því aftur á móti fram að framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag þar sem getið er sérstaklega um tvöföldun Suðurlandsvegar. „Vissulega sé kveðið á um í umfjöllun aðalskipulags að fyrirhugaðar breytingar á veginum skuli gerðar í deiliskipulagi. Hins vegar líti Kópavogsbær ekki svo á að greind stefna sveitarfélagsins í aðalskipulagi fyrirgeri rétti þess til að grenndarkynna framkvæmdaleyfi þar sem deiliskipulag liggi ekki fyrir,“ segir um málsrök bæjarins í úrskurðinum. Nefndin segir gögn málsins ekki bera með sér að bæjarstjórn hafi kynnt sér matskýrslu framkvæmdaraðila, tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu og lagt álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum til grundvallar eða tekið rökstudda afstöðu til þess. „Er í þeim efnum ekki nægilegt að fyrir fund skipulagsráðs hafi legið matsskýrsla framkvæmdaraðila frá því í júní 2009, enda verður af því ekki ráðið hvort bæjarstjórn hafi í raun og veru kynnt sér þá skýrslu, hvað þá að hún hafi tekið afstöðu til hennar. Er því ljóst málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum greindra laga,“ segir í niðurstöðuhluta úrskurðarins.
Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22