Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 11. apríl 2022 22:56 Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir og verk þeirra. Vísir/arnar Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. Verkið sem er frá árinu 1939 ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir hafa komið styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli og segja nú um að ræða nýtt verk sem þær hafi nefnt Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Bryndís segir að með því að setja styttuna inn í þessa geimflaug vilji þær spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. „Við fögnum því að þetta rasíska verk sé loksins komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurðar um hvort deila megi um það hvort um rasískt verk sé að ræða segja þær báðar að titillinn einn og sér gefi til kynna að verkið byggist á kynþáttafordómum. „Það er ekki hægt að líta fram hjá því, enda er það líka árið 1939 sem verkið er sett upp og við vitum á hvaða tímapunkti það er og við vitum á hvaða stefnu Ísland tók á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum,“ segir Bryndís. Skilti sem bætt hefur verið við verkið.Vísir/Arnar Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri í Nýlistasafninu, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að styttan hafi birst fyrir utan safnið á laugardag. Hún bætti við að styttunni hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Þá hefur Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, fagnað því að styttan hafi komist í leitirnar og boðað að til standi að sækja hana. Afsteypa af styttunni í Vatíkaninu Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Verkið sem er frá árinu 1939 ber heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir hafa komið styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli og segja nú um að ræða nýtt verk sem þær hafi nefnt Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Bryndís segir að með því að setja styttuna inn í þessa geimflaug vilji þær spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. „Við fögnum því að þetta rasíska verk sé loksins komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurðar um hvort deila megi um það hvort um rasískt verk sé að ræða segja þær báðar að titillinn einn og sér gefi til kynna að verkið byggist á kynþáttafordómum. „Það er ekki hægt að líta fram hjá því, enda er það líka árið 1939 sem verkið er sett upp og við vitum á hvaða tímapunkti það er og við vitum á hvaða stefnu Ísland tók á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum,“ segir Bryndís. Skilti sem bætt hefur verið við verkið.Vísir/Arnar Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri í Nýlistasafninu, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að styttan hafi birst fyrir utan safnið á laugardag. Hún bætti við að styttunni hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Þá hefur Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, fagnað því að styttan hafi komist í leitirnar og boðað að til standi að sækja hana. Afsteypa af styttunni í Vatíkaninu Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku.
Menning Snæfellsbær Styttur og útilistaverk Söfn Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45