Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkisstjórn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Það gustar um ríkisstjórnina þessa dagana en innviðaráðherra hefur verið kærður til forsætisnefndar Alþingis vegna meintra brota á siðareglum þingsins með ummælum sem hann lét falla á Búnaðarþingi. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi með nefndarmanni forsætisnefndar.

Þá fylgjumst við með heræfingu sem fór fram í Hvalfirðinum í dag, förum yfir stöðuna í Úkraínu og skoðum nýjan burstabæ á Selfossi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×