Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. apríl 2022 12:28 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út. Mynd/Helgi Helgason Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. „Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira