„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2022 20:00 Bjarni Benediktsson segir að margt þurfi að yfirfara í síðasta útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni hans að gera úttekt á sölunni. Vísir/Einar Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. Sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd. Á meðan almenningi hafi verið óheimilt að kaupa hlutabréf á afslætti hafi góðkunningum úr bankahruninu verið hleypt að borðinu. Engin viðmið hafi verið sett um orðspor eða traust kaupenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að staða kaupenda verði skoðuð í framhaldinu ásamt fjölmörgum öðrum þáttum. „Það er eitt og sér og eitt af mörgum skrefum sem við myndum vilja láta taka til skoðunnar hjá Ríkisendurskoðun en það er alveg ljóst að næsta skref í þessu máli er að fá álit ríkisendurskoðanda. Það er alveg augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum,“ segir Bjarni. Hann segir að Bankasýslunni hafi hins vegar verið heimilt að gera kröfur til kaupenda. En stjórnarformaður Bankasýslunnar sagði í viðtali við fréttastofu í gær að það væri Alþingis að setja ramma um útboð á hlut ríkisins í bankanum. Aðspurður um mögulegt framtíðarsöluferli á þeim hluta í bankanum sem enn er í eigu ríkisins, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að það yrði tortryggilegt, segir Bjarni meðal annars: „Ég myndi segja að ef verið er að framkvæma úthlutun til þeirra sem hafa verulega orðsporsáhættu þá ættu þau viðmið sem við höfum sett að falla undir það að Bankasýslan geti sett fram kröfur á kaupendur.“ Þá hefur verið gagnrýnt að nokkrir söluaðilar og eða eigendur fyrirtækja sem seldu fyrir Bankasýsluna í útboðinu hafi á sama tíma keypt hluti í því. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að koma í veg fyrir slíkt athæfi. „Allt sem veldur tortryggni, varpar skugga á framkvæmd útboðsins þarf að ávarpa og við þurfum að skoða og við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir geti endurtekið sig,“ segir hann Loks hefur komið gagnrýni á að ríkið hafi gefið hæfum fjárfestum afslátt í útboðinu á meðan umframeftirspurn var eftir bréfum og fjölmargir minni hluthafar hafi fjárfest undir tíu milljónum króna. Bjarni segir fleira koma til en verð. „Við erum ekki bara að leggja áherslur á verðið við erum líka að leggja áherslu á fjölbreytni í eigendahópnum,“ segir hann. Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni fjármálaráðherra að gera úttekt á síðasta útboði ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Búast má við niðurstöðu í júní. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd. Á meðan almenningi hafi verið óheimilt að kaupa hlutabréf á afslætti hafi góðkunningum úr bankahruninu verið hleypt að borðinu. Engin viðmið hafi verið sett um orðspor eða traust kaupenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að staða kaupenda verði skoðuð í framhaldinu ásamt fjölmörgum öðrum þáttum. „Það er eitt og sér og eitt af mörgum skrefum sem við myndum vilja láta taka til skoðunnar hjá Ríkisendurskoðun en það er alveg ljóst að næsta skref í þessu máli er að fá álit ríkisendurskoðanda. Það er alveg augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum,“ segir Bjarni. Hann segir að Bankasýslunni hafi hins vegar verið heimilt að gera kröfur til kaupenda. En stjórnarformaður Bankasýslunnar sagði í viðtali við fréttastofu í gær að það væri Alþingis að setja ramma um útboð á hlut ríkisins í bankanum. Aðspurður um mögulegt framtíðarsöluferli á þeim hluta í bankanum sem enn er í eigu ríkisins, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að það yrði tortryggilegt, segir Bjarni meðal annars: „Ég myndi segja að ef verið er að framkvæma úthlutun til þeirra sem hafa verulega orðsporsáhættu þá ættu þau viðmið sem við höfum sett að falla undir það að Bankasýslan geti sett fram kröfur á kaupendur.“ Þá hefur verið gagnrýnt að nokkrir söluaðilar og eða eigendur fyrirtækja sem seldu fyrir Bankasýsluna í útboðinu hafi á sama tíma keypt hluti í því. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að koma í veg fyrir slíkt athæfi. „Allt sem veldur tortryggni, varpar skugga á framkvæmd útboðsins þarf að ávarpa og við þurfum að skoða og við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir geti endurtekið sig,“ segir hann Loks hefur komið gagnrýni á að ríkið hafi gefið hæfum fjárfestum afslátt í útboðinu á meðan umframeftirspurn var eftir bréfum og fjölmargir minni hluthafar hafi fjárfest undir tíu milljónum króna. Bjarni segir fleira koma til en verð. „Við erum ekki bara að leggja áherslur á verðið við erum líka að leggja áherslu á fjölbreytni í eigendahópnum,“ segir hann. Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni fjármálaráðherra að gera úttekt á síðasta útboði ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Búast má við niðurstöðu í júní.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53
Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31
Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31
„Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58