Lífið

Keypti 400 bækur á heimilið bara fyrir innlitið

Elísabet Hanna skrifar
Ashley Tisdale hannaði heimilið sitt sjálf.
Ashley Tisdale hannaði heimilið sitt sjálf. Getty/Dominik Bindl

Disney stjarnan Ashley Tisadale opnaði hurðina að heimili sínu í Los Angeles fyrir Architectural Digest. Heimilið hannaði hún sjálf og er stolf af útkomunni en viðurkenndi í viðtalinu að hafa sent eiginmanninn að kaupa 400 bækur fyrir viðtalið.

Ashley og eiginmaður hennar Christopher French fluttu inn í húsið þegar hún var komin sjö mánuði á leið og fór hún beint í það að skreyta húsið. Þetta er fyrsta heimilið þeirra sem hún hannar sjálf en í fyrra byrjaði hún með ástríðu hönnunar verkefnið Frenshe Interiors.

„Ég elska allt þetta hús, Ég elska hvern hluta af öllu sem ég hef gert hérna og ég er mjög stolf af mér,“

segir hún um heimilið. Mikið af húsgögnunum eru sérsmíðuð eða með fallega sögu. Ashley segir að síðustu tvö ár hafi hún byrjað að huga meira að geðheilsunni, meðal annars með því að opna glugga og kveikja á kertinu og segir það breyta orkunni í rýminu.


Tengdar fréttir

Gwyneth Paltrow sýnir heimilið sem inniheldur spa

Gwyneth Paltrow opnaði dyrnar að heimili sínu í Montecito fyrir Architectural Digest. Húsið byggðu þau fjölskyldan frá grunni og inniheldur það mikið af fallegum, einstökum munum og virðist sækja innblástur til Evrópu. Eins og sannri Hollywood stjörnu sæmir inniheldur húsið spa með handgerðum flísum sem hún segist nota daglega.

Innlit á fallegt heimili Kirsten Dunst

Kirsten Dunst og innanhúshönnuðurinn Jane Hallworth fara vel yfir heimili Dunst í innslagi á YouTube-síðu Architectual Digest.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.