Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir og sportpakkinn verða nú 25 mínútur alla daga vikunnar.
Kvöldfréttir og sportpakkinn verða nú 25 mínútur alla daga vikunnar.

Í kvöldfréttum okkar köfum við ofan í söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka þar sem nokkrir góðkunningjar í bankahruninu eru aftur komnir á kreik íbankakerfinu og sumir sem unnu við söluna keyptu bréf og sátu því beggja megin borðs.

Mikil gagnrýni kom fram á söluna á Alþingi í dag og vill fjármálaráðherra að Ríkisendurskoðun fari yfir söluferlið. Faðir hans var einn kaupendanna.

Sameinuðu þjóðirnar ráku Rússa úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Vesturlönd ekki geta gefið sér tíma til bollenginga varðandi hernaðarstuðning við landið því Rússar muni hefja risa tangarsókn í Donbas á næstu dögum.

Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans segir aðstæður á bráðadeild algerlega óviðunandi og hefja verði bygginu á nýju geðsjúkrahúsi án tafar. Og við bregðum okkur á Selfoss þar sem gamla Landsbankahúsið er þessa stundina að fá nýtt hlutverk í nýsköpun atvinnulífsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×