Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:35 Nauðungarvistanir á bráðageðdeild 32c hafa verið gagnrýndar. Vísir/Vilhelm Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.” Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.”
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05