Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:35 Nauðungarvistanir á bráðageðdeild 32c hafa verið gagnrýndar. Vísir/Vilhelm Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.” Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.”
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05