Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 14:05 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar hefur verið með erfiðasta móti í vetur. Þurrkar síðastliðið haust og sumar gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekki, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði Landsvirkjunar, segir í tilkynningu. Í desember síðastliðnum var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingar til stórnotenda og fjarvarmaveitna. „Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Nú er svo komið að hægt er að vinda ofan af skerðingum.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fagnar tíðindunum. „Við erum ákaflega fegin því, fyrir okkar hönd og viðskiptavina okkar, að nú sjái fyrir endann á skerðingum hjá flestum. Við leggjum okkur alltaf fram um að mæta viðskiptavinum okkar af sanngirni og ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið og góðan skilning á erfiðri stöðu.“ Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01 Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20 Landsvirkjun hagnaðist um þrettán milljarða Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra. 19. nóvember 2021 15:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar hefur verið með erfiðasta móti í vetur. Þurrkar síðastliðið haust og sumar gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekki, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði Landsvirkjunar, segir í tilkynningu. Í desember síðastliðnum var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingar til stórnotenda og fjarvarmaveitna. „Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Nú er svo komið að hægt er að vinda ofan af skerðingum.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fagnar tíðindunum. „Við erum ákaflega fegin því, fyrir okkar hönd og viðskiptavina okkar, að nú sjái fyrir endann á skerðingum hjá flestum. Við leggjum okkur alltaf fram um að mæta viðskiptavinum okkar af sanngirni og ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið og góðan skilning á erfiðri stöðu.“
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01 Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20 Landsvirkjun hagnaðist um þrettán milljarða Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra. 19. nóvember 2021 15:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01
Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20
Landsvirkjun hagnaðist um þrettán milljarða Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra. 19. nóvember 2021 15:19