Menning

„Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
RAX Augnablik SE03 EP07 03042022 Á Suðurskautinu
RAX

Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið.

„Maður hugsaði sig ekki um einu sinni,“ segir ljósmyndarinn í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.

„Þetta er undraveröld sem mér finnst að allir ættu að fara og sjá,“ útskýrir hann.

„Þetta er svo magnaður heimur. Þarna er mesti kuldi sem mælst hefur á jörðinni.“

Þetta var í júlímánuði árið 1983 og hitinn mældist þá 89 stiga frost.

Dýralífið á Suðurskautinu fangaði hug RAX en hann komst í návígi við mörgæsir, fugla og seli og náði af þeim einstökum myndum, meðal annars þar sem forsætisráðherrann fyrrverandi rökræddi við mörgæsirnar og þær rifust til baka. 

„Þú getur klappað dýrunum þarna því þau eru ekki hrædd við neitt.“
Klippa: RAX Augnablik - Á Suðurskautinu

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims

Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar.

RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“

Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×