Menning

„Eins og að búa í tjaldi uppi á Esjunni allt árið“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnar Axelsson fjallar um Síberíu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.
Ragnar Axelsson fjallar um Síberíu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. RAX

Ragnar Axelsson á ótal minningar af ferðalögum um Síberíu, þar á meðal þegar hann prófaði að skjóta úr byssu úti í skógi í leit að „Wolverine.“

RAX langaði að skrásetja með myndum líf hreindýrahirðingjanna á Síberísku túndrunni, en til þess þurfti hann að ferðast til borgar sem aðeins var hægt að ferðast til ef manni væri boðið þangað. RAX segir frá þessu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.

„Ég mátti ekki mynda á leiðinni.“

Ragnar átti vin þar, rússneskan gas-vísindamann, sem hjálpaði honum að komast út á túndruna og kynnast hinu framandi lífi hreindýrahirðingjanna. 

„Við sáum spor eftir wolverine eða jarfa. Hann óttast ekkert og þeim er illa við hann þannig að ég fór með honum að reyna að finna þennan jarfa því þeir ætluðu að skjóta hann. Við eltum sporin en við fundum hann ekki. Þá fer hann að leyfa mér að skjóta úr vélbyssu inni í skógi,“ rifjar ljósmyndarinn upp.

„Ég hitti ekki einu sinni tré. Ég skaut fyrir ofan þau ég tók ekki sénsinn á því að skjóta einhvern.“

Frásögnina má heyra í þættinum hér fyrir neðan. 

Klippa: RAX Augnablik - Hreindýrahirðingjarnir á túndrunni

Næsta stóra ljósmyndaævintýri RAX fyrir stóra Norðurslóðaverkefnið er að heimsækja Síberíu og hefði hann verið farinn af stað ef ekki væri fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Í tilefni af ferðinni voru sýndir þrír þættir af RAX Augnablik um myndir sem hann hefur tekið í Síberíu á ferlinum og þetta er sá síðasti í röðinni. Hina tvo má sjá hér fyrir neðan.

Lífið í 53 stiga frosti

Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar.

„Þetta er einhver kaldasti staður sem fólk býr á,“

Í gær var ég ung

Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar.

„Þetta var eins og þú værir á leiksviði í leikriti, eins og þú hefðir farið úr sætinu þínu og gengið á milli og myndað. Þetta var ótrúlega flott leiksvið, eins og að fara aftur í tímann.“


Tengdar fréttir

Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims

Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.