Vara við fuglaflensu sem berist líklega til landsins með vorinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:48 Fuglaflensan mun líklega berast hingað til lands með farfuglum í vor. Getty Ekkert lát er á útbreiðslu skæðrar fuglaflensu í Evrópu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Sérstakar reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að flensan berist í íslenska fugla hafa verið setttar í gildi. Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi. Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira