Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:00 Katla er í einlægu viðtali um föðurmissinn í nýjasta þættinum af Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Helgi Ómars „Það sem ég mæli með fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta er að tala opinskátt um hlutina,“ segir Katla Njálsdóttir Þórudóttir. Hún missti föður sinn Njál Þórðarson aðeins sextán ára gömul eftir mjög stutta og erfiða baráttu við krabbamein. „Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fokk ég er með krabbamein Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fokk ég er með krabbamein Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira