Sögufrægt hús flutt af Laugavegi til Keflavíkur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Húsið var rifið upp í heild sinni í fyrrinótt. Aðsend/Grétar Hús sem rataði í fréttir árið 2017 vegna rottumítla var flutt af Laugavegi alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Húsið er friðað og því stóð eigendum ekki annað til boða en að einfaldlega flytja það í heild sinni. Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar
Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira