Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2022 19:32 Paula Januszkiewicz stofnandi og forstjóri COURE. Syndis Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. Tæplega 300 manns komu saman á öryggisráðstefnu netöryggisfyrirtækisins Syndis sem fram fór á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Innlendir og erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum netöryggismála héldu erindi um upplýsingamál og skyggnst var inn í hugarheim tölvuþrjóta. Paula Januszkiewicz, stofnandi og forstjóri pólska netöryggisfyrirtækisins CQURE, segist lengi hafa þurft að kljást við rússneska tölvuþrjóta. „Það hefur orðið gríðarleg aukning árása síðasta árið og enn fleiri árásir í kjölfar stríðs í Úkraínu. Við höfum ekki séð allar afleiðingar af því strax. Það er mjög mikilvægt að allir séu á varðbergi, líka hinn almenni starfsmaður sem á að vera álitinn sterkasti hlekkurinn en ekki sá veikasti,“ sagði Paula á ráðstefnunni. Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir í tilkynningu að vöktun mikilvægra kerfa skipti mestu máli. Það þurfi að vakta kerfin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það sé erfitt að vera fullkomlega öruggur en mikilvægt að vera viðbúinn öllu. „Reynslan sýnir að með slíkri vöktun hefði verið hægt að koma í veg fyrir margar árásir síðasta árs. Rafmagn, fjármálaþjónusta, samgöngur og vatnsveita eru allt gríðarlega mikilvægir innviðir sem óhugsandi væri að missa út í slíkum tölvuárásum. Aukning í slíkum árásum sem geta valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja,“ segir Anton. Netöryggi Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18 „Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Tæplega 300 manns komu saman á öryggisráðstefnu netöryggisfyrirtækisins Syndis sem fram fór á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Innlendir og erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum netöryggismála héldu erindi um upplýsingamál og skyggnst var inn í hugarheim tölvuþrjóta. Paula Januszkiewicz, stofnandi og forstjóri pólska netöryggisfyrirtækisins CQURE, segist lengi hafa þurft að kljást við rússneska tölvuþrjóta. „Það hefur orðið gríðarleg aukning árása síðasta árið og enn fleiri árásir í kjölfar stríðs í Úkraínu. Við höfum ekki séð allar afleiðingar af því strax. Það er mjög mikilvægt að allir séu á varðbergi, líka hinn almenni starfsmaður sem á að vera álitinn sterkasti hlekkurinn en ekki sá veikasti,“ sagði Paula á ráðstefnunni. Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir í tilkynningu að vöktun mikilvægra kerfa skipti mestu máli. Það þurfi að vakta kerfin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það sé erfitt að vera fullkomlega öruggur en mikilvægt að vera viðbúinn öllu. „Reynslan sýnir að með slíkri vöktun hefði verið hægt að koma í veg fyrir margar árásir síðasta árs. Rafmagn, fjármálaþjónusta, samgöngur og vatnsveita eru allt gríðarlega mikilvægir innviðir sem óhugsandi væri að missa út í slíkum tölvuárásum. Aukning í slíkum árásum sem geta valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja,“ segir Anton.
Netöryggi Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18 „Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18
„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40
Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47