Lífið

Finnst leiðinlegt að sofa og vil nýta sólarhringinn vel

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Áslaug Arna var gestur í hlaðvarpinu Jákastið.
Áslaug Arna var gestur í hlaðvarpinu Jákastið. Vísir/Vilhelm

„Mér finnst leiðinlegt að sofa og chilla og vil nýta hvern tíma sólarhringsins rosa mikið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

„Mér finnst gaman að hafa mikið að gera,“ segir Áslaug í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Jákastið. „En þegar maður er í þessu starfi þá getur maður alltaf gert meira en svo verður maður líka að passa upp á sjálfan sig og passa að klára sig ekki.“

Hún segist vera lífsglöð manneskja með mikinn áhuga á fólki. Hún segist reyna að halda í jákvæðnina. 

„Það er kannski minn helsti kostur að ég er ekki hrædd við margt og það að tapa eða ná ekki árangri það er allt í lagi, þú lærir eitthvað á því.“

Áslaug segir að orðræðan sé oft neikvæð á samfélagsmiðlum hjá fólki á öllum aldri.

„Sem manni finnst alvarlegt sem fordæmi fyrir yngra fólkið sem kannski talar jafn ógeðslega á TikTok og eldra fólkið talar á Facebook eða í kommentakerfunum.“

Viðtal Kristjáns Hafþórssonar við Áslaugu Örnu má heyra á vef TAL og í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Væri helst til í að pakka dótturinni inn í bóluplast

„Ætli maður hafi ekki verið hræddur við viðbrögðin, en svo hefur maður aldrei fundið fyrir fordómum,“ segir Sindri Sindrason fjölmiðlamaður, en hann kom út úr skápnum fyrir 24 árum síðan. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.