Þyngdi dóm vegna árásar á fyrrverandi kærustu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2022 07:38 Dómurinn féll í gær. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem hafði veist að fyrrverandi kærustu á heimili hennar í maí 2018, ýtt henni þannig að hún féll niður stiga, tekið í hár hennar, skallað hana í höfuðið og tekið hana kverkataki. Hæstiréttur taldi árásina falla undir ákvæði um brot í nánu sambandi en ekki minniháttar líkamsárás líkt og gert var í dómi Landsréttar. Hæstiréttur dæmdi manninn í tíu mánaða fangelsi, en skal fullnustu refsingarinnar frestað vegna tafa á meðferð málsins, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Landsréttur hafði áður dæmt manninn í þriggja mánaða fangelsi, en hann hafði verið sýknaður í héraði. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til þess að brotaþoli þyrfti ekki að verða fyrir beinum eða sjáanlegum líkamsáverkum eða öðru tjóni svo um væri að ræða brot í nánu sambandi. Slíkt gæti þó komið til skoðunar við mat á grófleika brots. „Áverkar hefðu verið víðs vegar um líkama brotaþola þótt hver um sig hefði ekki talist verulegur. Þá væri ljóst að hún hefði hlotið áverka vegna fallsins og hefði sú háttsemi ákærða verið einkar alvarleg. Árásin hefði í heild sinni verið til þess fallin að vekja mikla ógn hjá brotaþola en jafnframt væri fram komið að hún hefði orðið fyrir andlegu áfalli vegna árásarinnar. Hæstiréttur taldi að ákærði hefði með atlögunni á alvarlegan hátt og með ofbeldi ógnað heilsu brotaþola og velferð. Var refsing ákærða þyngd og ákveðin fangelsi í tíu mánuði en fullnustu hennar frestað meðal annars vegna tafa á meðferð málsins,“ segir á síðu Hæstaréttar. Það var ríkissaksóknari sem óskaði leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar málsins. Fékkst það samþykkt þar sem dómurinn taldi að dómur í málinu myndi hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Hæstiréttur taldi árásina falla undir ákvæði um brot í nánu sambandi en ekki minniháttar líkamsárás líkt og gert var í dómi Landsréttar. Hæstiréttur dæmdi manninn í tíu mánaða fangelsi, en skal fullnustu refsingarinnar frestað vegna tafa á meðferð málsins, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Landsréttur hafði áður dæmt manninn í þriggja mánaða fangelsi, en hann hafði verið sýknaður í héraði. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til þess að brotaþoli þyrfti ekki að verða fyrir beinum eða sjáanlegum líkamsáverkum eða öðru tjóni svo um væri að ræða brot í nánu sambandi. Slíkt gæti þó komið til skoðunar við mat á grófleika brots. „Áverkar hefðu verið víðs vegar um líkama brotaþola þótt hver um sig hefði ekki talist verulegur. Þá væri ljóst að hún hefði hlotið áverka vegna fallsins og hefði sú háttsemi ákærða verið einkar alvarleg. Árásin hefði í heild sinni verið til þess fallin að vekja mikla ógn hjá brotaþola en jafnframt væri fram komið að hún hefði orðið fyrir andlegu áfalli vegna árásarinnar. Hæstiréttur taldi að ákærði hefði með atlögunni á alvarlegan hátt og með ofbeldi ógnað heilsu brotaþola og velferð. Var refsing ákærða þyngd og ákveðin fangelsi í tíu mánuði en fullnustu hennar frestað meðal annars vegna tafa á meðferð málsins,“ segir á síðu Hæstaréttar. Það var ríkissaksóknari sem óskaði leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar málsins. Fékkst það samþykkt þar sem dómurinn taldi að dómur í málinu myndi hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira