Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. mars 2022 15:35 Gal Gadot er meðal aðalleikara í myndinni sem tekin verður upp í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Vísir Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Tökur í miðbænum hefjast á laugardag, 2. apríl, og verður Sæbraut þá lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur verður sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að planinu fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður fyrir hádegi. Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis. Þetta segir í tilkynningu frá Truenorth, sem birt var í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Starfsmaður skrifstofu Truenorth segir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á allt og tökur hefjist tímanlega um helgina. Starfsfólk Truenorth verður sömuleiðis staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Hér má sjá þær umferðartakmarkanir sem verða í miðbænum vegna kvikmyndatakanna. Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 31. mars klukkan 9:20. Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tökur í miðbænum hefjast á laugardag, 2. apríl, og verður Sæbraut þá lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur verður sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að planinu fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður fyrir hádegi. Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis. Þetta segir í tilkynningu frá Truenorth, sem birt var í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Starfsmaður skrifstofu Truenorth segir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á allt og tökur hefjist tímanlega um helgina. Starfsfólk Truenorth verður sömuleiðis staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Hér má sjá þær umferðartakmarkanir sem verða í miðbænum vegna kvikmyndatakanna. Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 31. mars klukkan 9:20.
Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira