Óli Björn storkar stjórnarandstöðunni Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2022 14:22 Óli Björn lætur sig ekki muna um að höggva í sömu knérunn og Sigurður Ingi innviðaráðherra og saka stjórnarandstöðuna, allt að því hæðnislega, að vera dragbítur á störf þingsins með misgáfulegum málfundaæfingum sínum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins nýr stjórnarandstöðunni því um nasir í grein í Morgunblaðinu í morgun að hún stundi málþóf og því sé þingið í hægagangi. „Yfirbragð þingstarfa síðustu vikur hefur í besta falli verið sérkennilegt og líklega ekki til þess fallið að auka traust eða virðingu þingsins,“ segir Óli Björn í grein sinni. Og hann heldur áfram að væna stjórnarandstöðuna um að vera til vandræða: Mismerkilegur málflutningur „Í yfirstandandi mánuði hafa þingmenn stjórnarnandstöðunnar talið nauðsynlegt að taka nokkur hundruð sinnum til máls vegna fundarstjórnar forseta – ekki til að ræða um form líkt og þingsköp mæla fyrir heldur um efni máls. Grein Óla Björns, sem finna má í Morgunblaðinu í dag, hefur þegar valdið ólgu meðal stjórnarandstöðuþingmanna. Sem kemur Óla Birni líkast til ekki á óvart.skjáskot Og þeir hafa verið duglegir að spjalla við hvern annan í andsvörum, milli þess sem þeir endurtaka efnislega ræður hvers annars í umræðum um þingmál sem vissulega skipta land og þjóð misjafnlega miklu,“ segir Óli Björn. Þessi grein mun svo verða tekin til umræðu í liðnum Um fundarstjórn á þinginu nú á eftir. Óli Björn heggur þarna í sömu knérunn og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. En í gær voru harðar umræður á þinginu um hliðstæðar ásakanir hans. Þau orð ráðherra fóru öfugt ofan í þingmenn stjórnarandstöðunnar, leiddu til uppnáms á þinginu og nú skvettir Óli Björn olíu á þann eld. Frumvörp sitja föst vegna mismerkilegra málfundaæfinga „Þinghaldið allt er því í hægagangi,“ segir Óli Björn sem fullyrðir í grein sinni að svo sé það í hugum stjórnarþingmanna; að mismerkilegar málfundaæfingar stjórnarandstöðunnar séu dragbítur á ýmislegt það sem til framfara horfi fyrir land og þjóð. „Tugir stjórnarmála bíða umræðu. Mörg hafa verið á dagskrá þingsins dögum saman án þess að ráðherrar hafi fengið tækifæri til að mæla fyrir þeim. Efnisleg umræða fer ekki fram, frumvörp og þingsályktunartillögur komast ekki til nefnda og því ekki send út til umsagnar. Misjafnlega merkilegar málfundaæfingar í þingsal halda hins vegar áfram,“ segir Óli Björn. Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Yfirbragð þingstarfa síðustu vikur hefur í besta falli verið sérkennilegt og líklega ekki til þess fallið að auka traust eða virðingu þingsins,“ segir Óli Björn í grein sinni. Og hann heldur áfram að væna stjórnarandstöðuna um að vera til vandræða: Mismerkilegur málflutningur „Í yfirstandandi mánuði hafa þingmenn stjórnarnandstöðunnar talið nauðsynlegt að taka nokkur hundruð sinnum til máls vegna fundarstjórnar forseta – ekki til að ræða um form líkt og þingsköp mæla fyrir heldur um efni máls. Grein Óla Björns, sem finna má í Morgunblaðinu í dag, hefur þegar valdið ólgu meðal stjórnarandstöðuþingmanna. Sem kemur Óla Birni líkast til ekki á óvart.skjáskot Og þeir hafa verið duglegir að spjalla við hvern annan í andsvörum, milli þess sem þeir endurtaka efnislega ræður hvers annars í umræðum um þingmál sem vissulega skipta land og þjóð misjafnlega miklu,“ segir Óli Björn. Þessi grein mun svo verða tekin til umræðu í liðnum Um fundarstjórn á þinginu nú á eftir. Óli Björn heggur þarna í sömu knérunn og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. En í gær voru harðar umræður á þinginu um hliðstæðar ásakanir hans. Þau orð ráðherra fóru öfugt ofan í þingmenn stjórnarandstöðunnar, leiddu til uppnáms á þinginu og nú skvettir Óli Björn olíu á þann eld. Frumvörp sitja föst vegna mismerkilegra málfundaæfinga „Þinghaldið allt er því í hægagangi,“ segir Óli Björn sem fullyrðir í grein sinni að svo sé það í hugum stjórnarþingmanna; að mismerkilegar málfundaæfingar stjórnarandstöðunnar séu dragbítur á ýmislegt það sem til framfara horfi fyrir land og þjóð. „Tugir stjórnarmála bíða umræðu. Mörg hafa verið á dagskrá þingsins dögum saman án þess að ráðherrar hafi fengið tækifæri til að mæla fyrir þeim. Efnisleg umræða fer ekki fram, frumvörp og þingsályktunartillögur komast ekki til nefnda og því ekki send út til umsagnar. Misjafnlega merkilegar málfundaæfingar í þingsal halda hins vegar áfram,“ segir Óli Björn.
Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira