Lífið

Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Elísabet Hanna skrifa
will.jpeg

Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun.

Will Smith flutti áhrifaríka og tilfinningaþrungna ræðu þar sem hann talaði meðal annars um að vilja vera boðberi ástarinnar og mikilvægi þess að standa upp fyrir fólkinu sínu. Eins og Richard sjálfur, faðir Serenu og Venus Williams gerði. 

Klippa: Ræða Will Smith á Óskarsverðlaununum

Smith hlaut verðlaunin skömmu eftir að hafa rokið upp á svið og slegið Chris Rock í beinni útsendingu eftir að hann sagði brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith.

Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskars­verð­laununum

Tengdar fréttir

Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu

Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið.

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×