Sport

Snorri Steinn: Héldum haus allan leikinn

Andri Már Eggertsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir/Vilhelm

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með hvernig Valur svaraði vonbrigðunum gegn FH í síðustu umferð.

„Mér fannst við svara svekkelsinu í síðustu umferð vel, ég er ánægður með strákana, þrátt fyrir að við höfum oft spilað betur þá var það ekkert stóra málið í þessum leik. Ég vildi bara sjá sigur og neista í liðinu sem mér fannst oft glitta í,“ sagði Snorri Steinn eftir leik og bætti við að Valur hefur oft spilað betur.

Snorri var ánægður með hvernig Valur hélt haus allan leikinn þrátt fyrir að Fram saxaði niður forskot Vals.

„Ég var ánægður með hvernig við héldum haus allan leikinn, það komu augnablik þar sem við hefðum getað brotnað en gerðum það ekki og stendur hugarfarið í liðinu upp úr eftir leikinn.“

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í körfubolta var með Snorra Steini á leikskýrslu í dag og var Snorri ánægður með hans störf á bekknum.

„Finnur átti þennan leik frá A til Ö,“ sagði Snorri Steinn léttur að lokum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.