Vörum bænda hent í gáma við verslanir eftir síðasta söludag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 13:03 Kjöt frá bændum á kæli í sláturhúsi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagsmenn í Búnaðarsambandi Eyjafjarðar hafa verulegar áhyggjur af matarsóun í verslunum landsins, sem lýsir því sér að vörum bænda sé hent í gáma og þar með í ruslið ef þær seljast ekki. Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel. Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Í Bændablaðinu, sem kom út í vikunni er m.a. sagt frá ályktun Búnaðarsambands Eyjafjarðar þar sem talað er um ólíðandi viðskiptahætti verslana, sem oft og tíðum henda vörum, ekki síst landbúnaðarvörum þegar þær eru komnar á síðasta söludag. Þær fari beint í ruslagáma við verslanirnar. Sigurgeir Hreinsson er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. „Ályktunin snýst um það að ýta á, bæði matvöruverslanir og afurðastöðvar að hafa ábyrgð á innsetningu á vörum, sem eru í verslunum til þess að það nýtist sem best,“ segir hann. Sigurgeir segir það lensku hjá verslunum að fylla öll kæliborð af matvöru svo þau líti vel út, sem þýðir það að töluvert af vörunni fer yfir á síðasta söludag. „Og því miður hefur verið henni hent og það hafa verið samningar þannig að afurðastöðvarnar hafa verið skyldugar að taka þetta til baka. Það er eitthvað sem þarf að breyta til þess að minnka matarsóun,“ segir Sigurgeir. En þetta hlýtur að vera fúlt fyrir bændur og búalið að vera að framleiða úrvalsvöru og svo er henni kannski bara hent, eða hvað? „Það er bara djöfullegt eins og maður segir.“ Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem segir djöfullegt ef vörum bænda er hent úr veslunum séu þær komnar á síðasta söludag. Hann segir verslanir panta alltof mikið af vörum til að láta kæliborðin líta vel út.AÐSEND Sigurgeir segir að það þurfa að breyta samningnum þannig að afurðastöðvarnar þurfi ekki að taka vörur til baka, heldur séu þær á ábyrgð verslunarinnar og þá myndi þær hugsa betur um vörurnar sínar. „Nú væri bara gott að fjölmiðlarnir hefðu daglega vakt á gámum í kringum verslanir og athuga hvort það sé verið að henda vöru,“ segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Ályktunin, sem samþykkt var á aðalfundinum: Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 9.3.2022 hvetur afurðastöðvar í landbúnaði og matvöruverslanir landsins til ábyrgrar innsetningar á vörum með það að markmiði að minnka matarsóun sem leiði til betri nýtingar. Greinargerð: Nokkuð er um að fréttir berist af því að matvara lendi í ruslagámum þegar verslanir skila vöru sem komin er á síðasta söludag. Það eru ólíðandi viðskiptahættir að skila vöru sem runnin er út á tíma sem í mörgum tilfellum leiðir til þess að umtalsverð verðmæti fara í súginn. Ástæða þess er oft á tíðum rífleg pöntun sem hefur þann eina tilgang þar sjáist fullar kistur og kæliborð. Afurðastöðvar verða einnig að sjá til þess að afgreiðslumáti sé með þeim hætti að varan nýtist sem best. Fjölmiðlar er hvattir til að veita fyrirtækjum aðhald í þessu efni og hampa þeim sem gera vel.
Eyjafjarðarsveit Akureyri Landbúnaður Verslun Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira