Lífið

Frum­sýndu förðunar­þáttinn Make up

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elísa Jónsdóttir, Dagný Björk Gísladóttir, Helga Rún Jónsdóttir, Ester Mondragon, Rannveig Óladóttir, Elísabet Oktavía Þórgrímsdóttir, Ingunn Sigurðardóttir, Heiður Ósk Eggertsdóttir og Kristín Pétursdóttir.
Elísa Jónsdóttir, Dagný Björk Gísladóttir, Helga Rún Jónsdóttir, Ester Mondragon, Rannveig Óladóttir, Elísabet Oktavía Þórgrímsdóttir, Ingunn Sigurðardóttir, Heiður Ósk Eggertsdóttir og Kristín Pétursdóttir.

Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty, þáttastjórnendur þáttanna Snyrtiborðið sem sýndir eru á Vísi, eru álitsgjafar í nýjum förðunarþáttum sem fara í sýningu í þessari viku hjá Sjónvarpi Símans. 

Make up er glæný íslensk þáttaröð í umsjón Kristínar Péturs þar sem sex efnilegir förðunarfræðingar taka frumlegum áskorunum og leysa fjölbreytt verkefni úr heimi förðunar.

Ingunn, Heiður og Kristín Péturs

Keppendur leggja allt í sölurnar til að ganga í augun á álitsgjöfum og sérfræðingum sem fylgjast grannt með öllu sem gerist. Í hverjum þætti fá Ingunn og Heiður kunnan gestasérfræðing með sér í lið. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr frumsýningarpartýi þáttanna Make up sem fram fór í gær. 

Elísabet Oktavía, Elísa, Ester og Rannveig
Ester, Helga og Dagný.
Sigurður Starr Guðjónsson með þeim Ingunni, Heiði og Kristínu.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.