Innlent

Manna­nafna­nefnd sam­þykkir Nieljohníus, Villi­blóm og Para­dís

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Áfram bætist í flóru íslenskra mannanafna.
Áfram bætist í flóru íslenskra mannanafna. Vísir/Vilhelm

Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda.

Nefndin kvað upp fjölmarga úrskurði þann 1. mars en úrskurðirnir voru nýlega birtir á vefsíðu Stjórnarráðsins. Enginn fékk höfnun Mannanafnanefndar í þetta skipti en af úrskurðunum nýbirtu voru tvö mál til endurupptöku.

Það voru nöfnin Ýda og Amarie sem komu aftur til kasta nefndarinnar en þeim eiginnöfnum hafði áður verið hafnað. 

Í úrskurði kom meðal annars fram að nafnið Yda sé tökunafn og ritháttur nafnsins tíðkist í mörgum löndum. Mannanafnanefnd samþykkti nafnið því sem ritháttarabrigði nafnsins Ída.

Þá var nafnið Amarie samþykkt með vísan til þess að rithátturinn túlkaðist einnig í mörgum löndum, til dæmis í Frakklandi og á Norðurlöndunum. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×