Ákvað sex ára að taka þátt í Voice: „Ég fékk alveg sjokk þegar hann snéri sér við“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 23:15 Sólveig Birta Hannesdóttir er tólf ára. vísir Hin tólf ára Sólveig Birta sló í gegn í þýska þættinum The Voice Kids á dögunum og kepptust dómarar keppninnar við að fá að vinna með Íslendingnum. Hún stefnir á að vinna sem söngkona eða handboltakappi í framtíðinni. Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“ Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“
Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira