Ákvað sex ára að taka þátt í Voice: „Ég fékk alveg sjokk þegar hann snéri sér við“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 23:15 Sólveig Birta Hannesdóttir er tólf ára. vísir Hin tólf ára Sólveig Birta sló í gegn í þýska þættinum The Voice Kids á dögunum og kepptust dómarar keppninnar við að fá að vinna með Íslendingnum. Hún stefnir á að vinna sem söngkona eða handboltakappi í framtíðinni. Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“ Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“
Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira