Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2022 12:34 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir til vinstri, Ingi Tryggvason fyrir miðju, Katrín Pálsdóttir og Bragi Rúnar Axelsson til hægri. Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. Talning í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og komu upp ábendingar þess efnis að lög hefðu verið brotin meðal annars vegna þess að atkvæði hefðu verið skilin eftir óinnsigluð að lokinni talningu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi sekaði alla starfsmenn yfirkjörstjórnar í október. Starfsmennirnir neituðu að greiða sektina. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, var á meðal þeirra sem lögðu fram kæru vegna málsins. Ingi Tryggvason, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða málið sem kom til vegna kæru Karls Gauta. Í umræddu bréfi, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir lögreglustjóri að þann 1. janúar 2022 hafi ný kosningalög tekið gildi sem að mati lögreglu séu ekki nægilega skýr um skyldu til innsiglunar kjörgagna líkt og henni þótti um þágildandi kosningalög. Því telur lögreglustjóri vafa ríkja um refsinæmi ætlaðs brots yfirkjörstjórnarmanna eftir gildistöku kosningalaganna. Ingi segir að honum hafi ekki þótt málið neitt sérstaklega þungbært. „Jú, auðvitað er þetta búið að vera leiðinlegt en ég held svo sem að það hafi haft meiri áhrif á aðra.“ Aðra í kjörstjórninni? „Já, ég býst við því.“ Er einhver lærdómur þarna sem má draga af þessu máli? „Ekki fyrir mig allavega. Það er svo sem enginn lærdómur fyrir mig að draga af þessu en það er lærdómur fyrir aðra. Menn ættu að hugsa sinn tvisvar um áður en þeir ásaka aðra um refsiverða háttsemi., segir Ingi. „Þótt málið hafi endað svona þá er alvarlegt að ásaka aðra um refsiverða háttsemi sem á ekki við rök að styðjast.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Katrín Pálsdóttir, einn starfsmanna yfirkjörstjórnar, fengið samskonar bréf. Má reikna með að sambærilegt bréf sé á leiðinni eða hafi borist öllum starfsmönnum yfirkjörstjórnar í kjördæmi. Um er að ræða eitt af fjölmörgum kærumálum sem bárust Lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Talning í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og komu upp ábendingar þess efnis að lög hefðu verið brotin meðal annars vegna þess að atkvæði hefðu verið skilin eftir óinnsigluð að lokinni talningu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi sekaði alla starfsmenn yfirkjörstjórnar í október. Starfsmennirnir neituðu að greiða sektina. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, var á meðal þeirra sem lögðu fram kæru vegna málsins. Ingi Tryggvason, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða málið sem kom til vegna kæru Karls Gauta. Í umræddu bréfi, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir lögreglustjóri að þann 1. janúar 2022 hafi ný kosningalög tekið gildi sem að mati lögreglu séu ekki nægilega skýr um skyldu til innsiglunar kjörgagna líkt og henni þótti um þágildandi kosningalög. Því telur lögreglustjóri vafa ríkja um refsinæmi ætlaðs brots yfirkjörstjórnarmanna eftir gildistöku kosningalaganna. Ingi segir að honum hafi ekki þótt málið neitt sérstaklega þungbært. „Jú, auðvitað er þetta búið að vera leiðinlegt en ég held svo sem að það hafi haft meiri áhrif á aðra.“ Aðra í kjörstjórninni? „Já, ég býst við því.“ Er einhver lærdómur þarna sem má draga af þessu máli? „Ekki fyrir mig allavega. Það er svo sem enginn lærdómur fyrir mig að draga af þessu en það er lærdómur fyrir aðra. Menn ættu að hugsa sinn tvisvar um áður en þeir ásaka aðra um refsiverða háttsemi., segir Ingi. „Þótt málið hafi endað svona þá er alvarlegt að ásaka aðra um refsiverða háttsemi sem á ekki við rök að styðjast.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Katrín Pálsdóttir, einn starfsmanna yfirkjörstjórnar, fengið samskonar bréf. Má reikna með að sambærilegt bréf sé á leiðinni eða hafi borist öllum starfsmönnum yfirkjörstjórnar í kjördæmi. Um er að ræða eitt af fjölmörgum kærumálum sem bárust Lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32