102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2022 21:04 Guðrún Valdimarsdóttir, 102 ára ljóðskáld á Sólvöllum á Eyrarbakka með bókina sína „Bláklukkur“, sem hún gaf út þegar hún var rúmlega níræð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Guðrún Valdimarsdóttir á Eyrarbakka sé orðinn 102 ára þá lætur hún ekki deigan síga þegar ljóð og kvæði eru annars vegar því hún þylur þau öll upp af mikilli innlifun. Hún segist ekkert finna fyrir því að vera orðin svona gömul. Á Dvalarheimilinu Sólvöllum fer vel um fólk og þar líður því vel. Á heimilinu eru tvær konur, sem eru orðnar 100 ára, annars vegar Elín Sigurgeirsdóttir frá Hreiðuborg í Sandvíkurhreppnum hinum forna, sem er nýlega orðin 100 ára og hins vegar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er fædd á Brunahvammi og uppalin í Teigi austur á Vopnafirði, sem varð 102 ára í gær, 12. mars. Guðrún og heimilisfólkið fengu þessa fínu afmælisköku og síðan voru sagðar skemmtisögur og hlegið saman í matsalnum. Guðrún er einstök kona, hlý, hláturmild, bráðgreind og hnyttin. En hvernig líður henni með það að vera orðin 102 ára? „Bara eins og ég væri 12 ára gömul,“ segir hún og hlær og bætir við; „Þegar litið er yfir farin veg þá finnst mér það ekki vera neitt.“ Guðrún segist hafa átt mjög góða ævi enda hafi hún yfirleitt verið hraust. En hvað hefur hún helst gert yfir ævina? „Það er nú ýmislegt, það er varla hægt að telja það allt upp. Það er náttúrulega húsmóðurstörfin mest og barnauppeldi. Í skóla var ég náttúrulega, sem barn og svo fór ég í húsmæðraskóla og var í tvo vetur þar,“ segir Guðrún, stolt og ánægð með lífsstarfið. Tvær konur á Sólvöllum hafa nú náð 100 ára aldrei, eða þær Elín Sigurgeirsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir. Þessi glæsilega afmæliskaka var borin fram í tilefni 102 ára afmælis Guðrúnar í gær, 12. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún gaf út fyrir nokkrum árum ljóðabók, sem heitir Bláklukkur með ljóðum og lausavísum eftir sjálfan sig. Hann kann enn flest af því, sem í bókinni er og þylur vísurnar upp eins og ekkert sé. Árborg Eldri borgarar Ljóðlist Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Á Dvalarheimilinu Sólvöllum fer vel um fólk og þar líður því vel. Á heimilinu eru tvær konur, sem eru orðnar 100 ára, annars vegar Elín Sigurgeirsdóttir frá Hreiðuborg í Sandvíkurhreppnum hinum forna, sem er nýlega orðin 100 ára og hins vegar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er fædd á Brunahvammi og uppalin í Teigi austur á Vopnafirði, sem varð 102 ára í gær, 12. mars. Guðrún og heimilisfólkið fengu þessa fínu afmælisköku og síðan voru sagðar skemmtisögur og hlegið saman í matsalnum. Guðrún er einstök kona, hlý, hláturmild, bráðgreind og hnyttin. En hvernig líður henni með það að vera orðin 102 ára? „Bara eins og ég væri 12 ára gömul,“ segir hún og hlær og bætir við; „Þegar litið er yfir farin veg þá finnst mér það ekki vera neitt.“ Guðrún segist hafa átt mjög góða ævi enda hafi hún yfirleitt verið hraust. En hvað hefur hún helst gert yfir ævina? „Það er nú ýmislegt, það er varla hægt að telja það allt upp. Það er náttúrulega húsmóðurstörfin mest og barnauppeldi. Í skóla var ég náttúrulega, sem barn og svo fór ég í húsmæðraskóla og var í tvo vetur þar,“ segir Guðrún, stolt og ánægð með lífsstarfið. Tvær konur á Sólvöllum hafa nú náð 100 ára aldrei, eða þær Elín Sigurgeirsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir. Þessi glæsilega afmæliskaka var borin fram í tilefni 102 ára afmælis Guðrúnar í gær, 12. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún gaf út fyrir nokkrum árum ljóðabók, sem heitir Bláklukkur með ljóðum og lausavísum eftir sjálfan sig. Hann kann enn flest af því, sem í bókinni er og þylur vísurnar upp eins og ekkert sé.
Árborg Eldri borgarar Ljóðlist Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira