102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2022 21:04 Guðrún Valdimarsdóttir, 102 ára ljóðskáld á Sólvöllum á Eyrarbakka með bókina sína „Bláklukkur“, sem hún gaf út þegar hún var rúmlega níræð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Guðrún Valdimarsdóttir á Eyrarbakka sé orðinn 102 ára þá lætur hún ekki deigan síga þegar ljóð og kvæði eru annars vegar því hún þylur þau öll upp af mikilli innlifun. Hún segist ekkert finna fyrir því að vera orðin svona gömul. Á Dvalarheimilinu Sólvöllum fer vel um fólk og þar líður því vel. Á heimilinu eru tvær konur, sem eru orðnar 100 ára, annars vegar Elín Sigurgeirsdóttir frá Hreiðuborg í Sandvíkurhreppnum hinum forna, sem er nýlega orðin 100 ára og hins vegar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er fædd á Brunahvammi og uppalin í Teigi austur á Vopnafirði, sem varð 102 ára í gær, 12. mars. Guðrún og heimilisfólkið fengu þessa fínu afmælisköku og síðan voru sagðar skemmtisögur og hlegið saman í matsalnum. Guðrún er einstök kona, hlý, hláturmild, bráðgreind og hnyttin. En hvernig líður henni með það að vera orðin 102 ára? „Bara eins og ég væri 12 ára gömul,“ segir hún og hlær og bætir við; „Þegar litið er yfir farin veg þá finnst mér það ekki vera neitt.“ Guðrún segist hafa átt mjög góða ævi enda hafi hún yfirleitt verið hraust. En hvað hefur hún helst gert yfir ævina? „Það er nú ýmislegt, það er varla hægt að telja það allt upp. Það er náttúrulega húsmóðurstörfin mest og barnauppeldi. Í skóla var ég náttúrulega, sem barn og svo fór ég í húsmæðraskóla og var í tvo vetur þar,“ segir Guðrún, stolt og ánægð með lífsstarfið. Tvær konur á Sólvöllum hafa nú náð 100 ára aldrei, eða þær Elín Sigurgeirsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir. Þessi glæsilega afmæliskaka var borin fram í tilefni 102 ára afmælis Guðrúnar í gær, 12. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún gaf út fyrir nokkrum árum ljóðabók, sem heitir Bláklukkur með ljóðum og lausavísum eftir sjálfan sig. Hann kann enn flest af því, sem í bókinni er og þylur vísurnar upp eins og ekkert sé. Árborg Eldri borgarar Ljóðlist Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Á Dvalarheimilinu Sólvöllum fer vel um fólk og þar líður því vel. Á heimilinu eru tvær konur, sem eru orðnar 100 ára, annars vegar Elín Sigurgeirsdóttir frá Hreiðuborg í Sandvíkurhreppnum hinum forna, sem er nýlega orðin 100 ára og hins vegar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er fædd á Brunahvammi og uppalin í Teigi austur á Vopnafirði, sem varð 102 ára í gær, 12. mars. Guðrún og heimilisfólkið fengu þessa fínu afmælisköku og síðan voru sagðar skemmtisögur og hlegið saman í matsalnum. Guðrún er einstök kona, hlý, hláturmild, bráðgreind og hnyttin. En hvernig líður henni með það að vera orðin 102 ára? „Bara eins og ég væri 12 ára gömul,“ segir hún og hlær og bætir við; „Þegar litið er yfir farin veg þá finnst mér það ekki vera neitt.“ Guðrún segist hafa átt mjög góða ævi enda hafi hún yfirleitt verið hraust. En hvað hefur hún helst gert yfir ævina? „Það er nú ýmislegt, það er varla hægt að telja það allt upp. Það er náttúrulega húsmóðurstörfin mest og barnauppeldi. Í skóla var ég náttúrulega, sem barn og svo fór ég í húsmæðraskóla og var í tvo vetur þar,“ segir Guðrún, stolt og ánægð með lífsstarfið. Tvær konur á Sólvöllum hafa nú náð 100 ára aldrei, eða þær Elín Sigurgeirsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir. Þessi glæsilega afmæliskaka var borin fram í tilefni 102 ára afmælis Guðrúnar í gær, 12. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún gaf út fyrir nokkrum árum ljóðabók, sem heitir Bláklukkur með ljóðum og lausavísum eftir sjálfan sig. Hann kann enn flest af því, sem í bókinni er og þylur vísurnar upp eins og ekkert sé.
Árborg Eldri borgarar Ljóðlist Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira