Mjög djúp lægð væntanleg og gular viðvaranir gefnar út Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 09:01 Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir morgundaginn. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir þar sem búist er við stormi á morgun en gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi. Mjög slæmt ferðaveður og hætta á að vatnstjón verði víða. Það er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu í dag en á morgun dregur til tíðinda þar sem mjög djúp lægð er væntanleg að Hvarfi, suðurodda Grænlands, og sendir hún skil yfir Ísland með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og miðhálendið. Fyrstu viðvaranir taka gildi upp úr hádegi og gilda fram á kvöld en á miðhálendinu og Norðurlandi eystra taka viðvaranir gildi seinni partinn. Samhliða storminum er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu og á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu þegar hlýnar í veðri en búast má við þriggja til níu stiga hita seinni partinn. „Rigningar- og leysingarvatn getur því valdið vandræðum og rétt er að vera á varðbergi og reyna að forðast vatnstjón. Á fjallvegum má gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu fram eftir degi ásamt mikilli veðurhæð. Það þarf því vart að taka fram að á morgun er mjög slæmt ferðaveður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings EFtir að skilin hafa gengið yfir á vestanverðu landinu annað kvöld tekur við hvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum samhliða kólnandi veðri. Veðrið skánar ekki mikið á þriðjudag en þá er spáð allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land með éljagangi. Varað er við erfiðum aksturskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Kólnar í veðri, vægt frost seinnipartinn. Á miðvikudag: Ákveðin suðlæg átt með éljum, en áfram þurrt norðaustanlands. Frost víða 0 til 4 stig. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Á fimmtudag: Hvöss suðvestlæg átt og snjókoma eða él víða um land. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu eða slyddu. Hlýnar heldur. Veður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Það er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu í dag en á morgun dregur til tíðinda þar sem mjög djúp lægð er væntanleg að Hvarfi, suðurodda Grænlands, og sendir hún skil yfir Ísland með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og miðhálendið. Fyrstu viðvaranir taka gildi upp úr hádegi og gilda fram á kvöld en á miðhálendinu og Norðurlandi eystra taka viðvaranir gildi seinni partinn. Samhliða storminum er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu og á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu þegar hlýnar í veðri en búast má við þriggja til níu stiga hita seinni partinn. „Rigningar- og leysingarvatn getur því valdið vandræðum og rétt er að vera á varðbergi og reyna að forðast vatnstjón. Á fjallvegum má gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu fram eftir degi ásamt mikilli veðurhæð. Það þarf því vart að taka fram að á morgun er mjög slæmt ferðaveður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings EFtir að skilin hafa gengið yfir á vestanverðu landinu annað kvöld tekur við hvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum samhliða kólnandi veðri. Veðrið skánar ekki mikið á þriðjudag en þá er spáð allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land með éljagangi. Varað er við erfiðum aksturskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Kólnar í veðri, vægt frost seinnipartinn. Á miðvikudag: Ákveðin suðlæg átt með éljum, en áfram þurrt norðaustanlands. Frost víða 0 til 4 stig. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Á fimmtudag: Hvöss suðvestlæg átt og snjókoma eða él víða um land. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu eða slyddu. Hlýnar heldur.
Veður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum