Mjög djúp lægð væntanleg og gular viðvaranir gefnar út Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 09:01 Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir morgundaginn. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir þar sem búist er við stormi á morgun en gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi. Mjög slæmt ferðaveður og hætta á að vatnstjón verði víða. Það er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu í dag en á morgun dregur til tíðinda þar sem mjög djúp lægð er væntanleg að Hvarfi, suðurodda Grænlands, og sendir hún skil yfir Ísland með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og miðhálendið. Fyrstu viðvaranir taka gildi upp úr hádegi og gilda fram á kvöld en á miðhálendinu og Norðurlandi eystra taka viðvaranir gildi seinni partinn. Samhliða storminum er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu og á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu þegar hlýnar í veðri en búast má við þriggja til níu stiga hita seinni partinn. „Rigningar- og leysingarvatn getur því valdið vandræðum og rétt er að vera á varðbergi og reyna að forðast vatnstjón. Á fjallvegum má gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu fram eftir degi ásamt mikilli veðurhæð. Það þarf því vart að taka fram að á morgun er mjög slæmt ferðaveður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings EFtir að skilin hafa gengið yfir á vestanverðu landinu annað kvöld tekur við hvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum samhliða kólnandi veðri. Veðrið skánar ekki mikið á þriðjudag en þá er spáð allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land með éljagangi. Varað er við erfiðum aksturskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Kólnar í veðri, vægt frost seinnipartinn. Á miðvikudag: Ákveðin suðlæg átt með éljum, en áfram þurrt norðaustanlands. Frost víða 0 til 4 stig. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Á fimmtudag: Hvöss suðvestlæg átt og snjókoma eða él víða um land. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu eða slyddu. Hlýnar heldur. Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Það er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu í dag en á morgun dregur til tíðinda þar sem mjög djúp lægð er væntanleg að Hvarfi, suðurodda Grænlands, og sendir hún skil yfir Ísland með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og miðhálendið. Fyrstu viðvaranir taka gildi upp úr hádegi og gilda fram á kvöld en á miðhálendinu og Norðurlandi eystra taka viðvaranir gildi seinni partinn. Samhliða storminum er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu og á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu þegar hlýnar í veðri en búast má við þriggja til níu stiga hita seinni partinn. „Rigningar- og leysingarvatn getur því valdið vandræðum og rétt er að vera á varðbergi og reyna að forðast vatnstjón. Á fjallvegum má gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu fram eftir degi ásamt mikilli veðurhæð. Það þarf því vart að taka fram að á morgun er mjög slæmt ferðaveður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings EFtir að skilin hafa gengið yfir á vestanverðu landinu annað kvöld tekur við hvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum samhliða kólnandi veðri. Veðrið skánar ekki mikið á þriðjudag en þá er spáð allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land með éljagangi. Varað er við erfiðum aksturskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Kólnar í veðri, vægt frost seinnipartinn. Á miðvikudag: Ákveðin suðlæg átt með éljum, en áfram þurrt norðaustanlands. Frost víða 0 til 4 stig. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Á fimmtudag: Hvöss suðvestlæg átt og snjókoma eða él víða um land. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu eða slyddu. Hlýnar heldur.
Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira