Innlent

Vildi verða sveitar­stjóri en komst ekki á lista

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ásmundur Friðriksson flutti nýverið lögheimili sitt að Árbæjarhjáleigu í Holtum eftir að hafa um árabil búið á Suðurnesjum.
Ásmundur Friðriksson flutti nýverið lögheimili sitt að Árbæjarhjáleigu í Holtum eftir að hafa um árabil búið á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm

Ásmundur Friðriksson alþingismaður var ekki meðal sex efstu á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi Ytra. Hann sóttist eftir því að leiða listann en niðurstaða úr prófkjöri flokksins lá fyrir í kvöld.

Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins og blaðamaður á Hellu, sigraði prófkjörið með 219 atkvæða.

Niðurstaðan í prófkjörinu var eftirfarandi:

1. sæti: Ingvar Pétur Guðbjörnsson með 219 atkvæði.

2. sæti: Eydís Þorbjörg Indriðadóttir með 184 atkvæði í 1.-2. sæti.

3. sæti: Björk Grétarsdóttir með 194 atkvæði í 1.-3. sæti.

4. sæti: Þröstur Sigurðsson með 213 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. sæti: Svavar Leópold Torfason með 235 atkvæði í 1.-5. sæti.

6. sæti: Sóley Margeirsdóttir með 254 atkvæði í 1.-6. sæti.

Ásmundur tilkynnti framboðið í lok janúar síðastliðnum. Í frétt Vísis kom fram að hann hefði þegar tilkynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins um hvað væri í vændum, en hann hugðist hætta á þingi næði hann kjöri. Ásmundur hefur átt sæti á þingi frá árinu 2013.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×