Innlent

Andri Steinn sækist eftir 2.-3. sæti hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Andri Steinn Hilmarsson.
Andri Steinn Hilmarsson.

Andri Steinn Hilmarsson, varabæjarfulltrúi og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Í tilkynningu kemur fram að Andri Steinn sé formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar, og hafi tekið virkan þátt í störfum flokksins í Kópavogi á undanförnum árum. 

„Var hann kosningastjóri flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018 og kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 2016 og 2017. Þá hefur hann ritstýrt útgáfu Voga, blaði sem gefið er út af Sjálfstæðisflokknum, síðan 2019.

Andri leggur áherslu á góða þjónustu við fjölskyldur í Kópavogi. Vill hraða uppbyggingu óbyggðra hverfa í bænum með áherslu á sérbýli. Hann vill lækka skatta á Kópavogsbúa og styður fjölbreytt rekstrarform í skólum bæjarins. Andri Steinn telur mikilvægt að styrkja almenningssamgöngur og vistvæna ferðamáta, enda séu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins þegar komnar að þolmörkum, en hafnar hugmyndafræði um að þrengja þurfi að almennri bílaumferð, sem sé fyrsti og vinsælasti valkostur Íslendinga,“ segir í tilkynningunni.

Prófkjör Sjálfstæðismanna í Kópavogi fer fram á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×