Veður

Víða all­hvöss suð­austan­átt og rigning

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu stig.
Hiti verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðaustanátt í dag, víða allhvassri með rigningu eða skúrum, en þurrt á Norðurlandi.

Áfram má búast við talsverðri eða mikilli úrkomu suðaustantil á landinu, en hiti verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu stig, en í kvöld lægir og kólnar.

Gular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi til klukkan sex í fyrramálið.

„Sunnan 8-13 m/s á morgun og él sunnan- og vestanlands. Rigning eða slydda í fyrstu fyrir norðan og austan, en léttir síðan til. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Veðrið breytist lítið á sunnudag, en á mánudag er útlit fyrir suðaustan hvassviðri eða storm með slyddu og síðar talsverðri rigningu, einkum um landið sunnan- og vestanvert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og él S- og V-lands. Rigning eða slydda á NA- og A-landi um morguninn, en léttir síðan til. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á sunnudag: Suðaustan 3-8 og dálitlar skúrir eða él S- og V-lands, en þurrt og bjart norðan heiða. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost um kvöldið.

Á mánudag: Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm. Slydda og síðar rigning, talsverð úrkoma S- og V-til. Hlýnandi, hiti 3 til 8 stig síðdegis.

Á þriðjudag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri um landið NA-vert. Vægt frost seinnipartinn.

Á miðvikudag: Sunnanátt og él, en þurrt á N-landi. Hiti um eða undir frostmarki.

Á fimmtudag: Útlit fyrir suðlæga átt með slyddu eða snjókomu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×