Einhentur en stefnir á heimsleikana: „Kærastan er fyrirmyndin mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2022 10:30 Breki Þórðarson lætur ekkert stöðva sig. Breki Þórðarson er 23 ára byggingartæknifræðinemi og Crossfit kappi sem stefnir á heimsleikana í Crossfit árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag CrossFit Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag CrossFit Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira