Sveinn fékk ekki símtal frá sendiherra Rússlands á Íslandi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. mars 2022 14:09 Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur á Söngvakeppni sjónvarpsins á RÚV á laugardagskvöldið. RÚV Læknirinn og lagahöfundurinn Sveinn Rúnar Sigurðsson fékk ekki símtal frá froðufellandi starfsmanni rússneska sendiráðsins eins og hann lýsti í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli og ratað í fréttir. Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira