Lífið

Iris Apfel í litríku samstarfi við H&M

Elísabet Hanna skrifar
Iris Apfel varð nýlega hundrað ára og var klædd í flíkur frá H&M í afmælinu.
Iris Apfel varð nýlega hundrað ára og var klædd í flíkur frá H&M í afmælinu. Getty/ Taylor Hill

Tískugyðjan og hönnuðurinn Iris Apfel er nýjasti samstarfsfélagi H&M og verður línan litrík og skrautleg eins og hún sjálf. Á síðasta ári fagnaði hún 100 ára afmælinu sínu og hélt veislu með tískurisanum.

Iris hefur aldrei verið feimin við að tjá sig í gegnum tísku og hönnun á sinni löngu ævi og hefur hlotið mikið lof fyrir það sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún hefur bæði verið öflug að spreyta sig í fatahönnun og innanhúshönnun.

„Stíll snýst ekki um að eyða miklu pening. Það snýst ekki um það í hverju þú ert heldur hvernig þér líður í því. Stíll snýst um sjálfstjáningu og umfram allt viðhorf,“

segir Iris um sína túlkun á stíl.

Þetta munstur í fötunum er meðal annars að finna í línunni hennar.Getty/ Ilya S. Savenok

Áður hefur H&M verið í samstarfi við aðra hönnuði eins og Karl Lagerfeld, Isabel Marant, Balmain og Alexander Wang. Línan er væntanleg með vorinu og fer vel með hækkandi sól þar sem að hún er björt og glaðleg. 

Hægt er að skoða fleiri myndir af línunni hjá Vogue og Elle.


Tengdar fréttir

Hannar fyrir H&M

Fatahönnuðurinn Gígja Ísis Guðjónsdóttir vakti athygli fyrir lokaverkefni sitt frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor en þar sýndi hún framúrstefnulega undirfatalínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×