Hafi farið eftir leiðbeiningum við ólögmæta skipun ráðuneytisstjóra Árni Sæberg skrifar 4. mars 2022 19:02 Áslaug Arna er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira