Innlent

Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Á sjötta hundrað mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu.
Á sjötta hundrað mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu. Vísir/Elísabet

Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 

Mannfólkið er ekki eitt um að mótmæla innrás Rússa en fréttamaður okkar á staðnum hitti fyrir bæði ketti og hunda í hópnum. Fólk heldur úkraínska fánanum á lofti og skiltum sem á stendur; Stöðvum Pútín, Stöðvum Rússa, Burt með Pútín, Burt með sendiherrann frá Íslandi. 

Lögreglan hefur strengt borða í kring um rússneska sendiráðið og er viðstödd mótmælunum. Minnst tíu lögreglumenn eru við mótmælin. 

Sjá má myndir frá mótmælunum hér að neðan:

Vísir/Elísabet
Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet

Vísir/Elísabet


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×