Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Elísabet Hanna skrifar 24. febrúar 2022 16:54 Aðalleikkonurnar í sýningunni, Nína Tamimi og Iðunn Stefánsdóttir, eru sjö ára gamlar og skipta þær með sér hlutverki Eyju í vetur. Siggi Sigurjóns leikur Rögnvald. Vísir/Vilhelm Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. Söngleikurinn er byggður á bókum Bergrúnar Írisar Söngleikurinn er byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar og fjallar um Rögnvald og Eyju sem verða bestu vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019. „Þetta er frábær saga sem fjallar um vináttuna í mjög víðum skilningi og fyrir minn smekk er þetta vingjarnleg, mannbætandi hressandi sýning sem kennir okkur það að við eigum að lifa lífinu lifandi.“ Segir Siggi sem er alvanur leikhúsinu. Hann er þó ekki einn með börnunum í leikritinu heldur fara Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir með hlutverk foreldranna. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Sjö ára leikkona Iðunn Eldey fékk hlutverk Eyju eftir að foreldrar hennar bentu henni á prufurnar og hún varð strax mjög spennt fyrir því að fara enda alltaf langað til þess að leika í leikriti. Hún var alsæl að fá hlutverkið og fannst tilfinningin að landa því góð. Sjálf tengir hún vel við hlutverkið sem hún leikur og kann vel við persónuna. „Ef hún væri til og með mér í bekk, þá held ég að við værum mjög góðir vinir,“ segir hún um Eyju. Hún hefur mikinn áhuga á því að leika meira í framtíðinni og nýtur þess vel að vera á æfingum með öllum skemmtilegu meðleikurum sínum og segir þau öll vera mjög góða vini. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Fagna frumsýningunni Leikritið frestaðist vegna Covid og fengu allir í leikhópnum veiruna, enda mjög samrýmd eins og Siggi orðaði það. Veiran tafði því fyrir uppfærslunni auk samkomutakmarkana. Siggi er spenntur að fagna frumsýningunum um helgina og ætlar hópurinn að lyfta sér upp að þeim loknum. Þar sem tveir leikhópar koma að verkinu eru frumsýningar á laugardaginn og sunnudaginn. „Við ætlum örugglega að fá okkur pizzu eða eitthvað eftir frumsýningu og ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði gott partý fyrir krakkana.“ Leikhús Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Söngleikurinn er byggður á bókum Bergrúnar Írisar Söngleikurinn er byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar og fjallar um Rögnvald og Eyju sem verða bestu vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019. „Þetta er frábær saga sem fjallar um vináttuna í mjög víðum skilningi og fyrir minn smekk er þetta vingjarnleg, mannbætandi hressandi sýning sem kennir okkur það að við eigum að lifa lífinu lifandi.“ Segir Siggi sem er alvanur leikhúsinu. Hann er þó ekki einn með börnunum í leikritinu heldur fara Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir með hlutverk foreldranna. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Sjö ára leikkona Iðunn Eldey fékk hlutverk Eyju eftir að foreldrar hennar bentu henni á prufurnar og hún varð strax mjög spennt fyrir því að fara enda alltaf langað til þess að leika í leikriti. Hún var alsæl að fá hlutverkið og fannst tilfinningin að landa því góð. Sjálf tengir hún vel við hlutverkið sem hún leikur og kann vel við persónuna. „Ef hún væri til og með mér í bekk, þá held ég að við værum mjög góðir vinir,“ segir hún um Eyju. Hún hefur mikinn áhuga á því að leika meira í framtíðinni og nýtur þess vel að vera á æfingum með öllum skemmtilegu meðleikurum sínum og segir þau öll vera mjög góða vini. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Fagna frumsýningunni Leikritið frestaðist vegna Covid og fengu allir í leikhópnum veiruna, enda mjög samrýmd eins og Siggi orðaði það. Veiran tafði því fyrir uppfærslunni auk samkomutakmarkana. Siggi er spenntur að fagna frumsýningunum um helgina og ætlar hópurinn að lyfta sér upp að þeim loknum. Þar sem tveir leikhópar koma að verkinu eru frumsýningar á laugardaginn og sunnudaginn. „Við ætlum örugglega að fá okkur pizzu eða eitthvað eftir frumsýningu og ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði gott partý fyrir krakkana.“
Leikhús Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31