Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 15:35 Andrei Menshenin hefur áður boðað til mótmæla við sendiráð Rússa þegar honum misbýður pólitískar ákvarðanir þeirra - en gerir ráð fyrir að fleiri hundruð mæti í dag. Facebook Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira