Lífið

„Af hverju er ég að gera mér þetta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilhelm Neto er mjög vinsæll uppistandari.
Vilhelm Neto er mjög vinsæll uppistandari. vísir/vilhelm

Vilhelm Neto er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins sem hefur meðal annars vakið mikla athygli í síðustu tveimur Áramótaskaupum. Vilhelm er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Í viðtalinu kemur fram hversu stressandi það getur verið að fara með uppistand en Vilhelm er reglulega með uppistandsýningar með hópnum VHS.

„Ég stend oft bara baksvið og hugsa með mér, af hverju er ég að gera mér þetta,“ segir Villi og heldur áfram.

„Þetta er mjög stressandi og maður veit líka strax ef það mun ganga illa. Það er svo sem hægt að vinna sig aftur inn í sýninguna en það er mjög brött brekka ef maður fer illa af stað. Þú þarft að vera mjög reyndur uppistandari til að vinna þig upp úr slæmri byrjun.“

Hann segir að það sé í raun ólýsanlegt að ganga inn á svið undir góðri tónlist og fólk byrji að klappa fyrir sér.

„Fólk er að klappa fyrir þér sem manneskju og ég fæ alltaf eitthvað ruglað kikk yfir því.“

Í þættinum fer Villi meðal annars yfir það þegar lagið Ég held í mér andanum var í Áramótaskaupinu og hann varð landsþekktur á einu augabragði, um baráttu hans við þunglyndi, upphaf hans í skemmtanabransanum, lífið í Portúgal, þátttöku hans í Skaupinu, uppistandið, leiklistina, framhaldið og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×