Lífið

Ofurfyrirsætan Adriana Lima á von á barni

Elísabet Hanna skrifar
Andre Lemmers og Adriana Lima eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Andre Lemmers og Adriana Lima eiga von á sínu fyrsta barni saman. Getty/ Craig Barritt

Fyrirsætan Adriana Lima birti sitt fyrsta Tik Tok myndband fyrr í dag þar sem hún tilkynnti að lítið barn sé á leiðinni. Í myndbandinu má sjá hvernig kærastinn hennar Andre Lemmers er reglulega að bregða henni og hvernig hún nær að bregða honum til baka með óléttuprófinu.

Hin fertuga Adriana er líklega þekktust fyrir störf sín hjá Victoria's Secret. Hún á fyrir dæturnar Valentinu og Siennu úr fyrra hjónabandi með Marko Jaric en þau skildu árið 2014. Hún hefur verið með Andre síðan á síðasta ári og virðast þau spennt fyrir fyrsta barninu sínu saman sem kemur í heiminn í haust.


Tengdar fréttir

Shay Mitchell á von á öðru barni

Leikkonan Shay Mitchell á von á sínu öðru barni með kærastanum Matte Babel en fyrir eiga þau eina dóttur. Shay er líklega þekktust fyrir leik sinn í Pretty Little Liars og You en hún stofnaði og rekur einnig fyrirtækið BÉIS.

Ri­hanna birtir nýja óléttu­mynd á Insta­gram

Tónlistarkonan og milljarðamæringurinn Rihanna deildi fallegri bumbumynd á Instagram í gær. Síðustu mánuði hefur verið hávær orðrómur um það að tónlistarkonan ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky en sá orðrómur var staðfestur nú í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.