Hin fertuga Adriana er líklega þekktust fyrir störf sín hjá Victoria's Secret. Hún á fyrir dæturnar Valentinu og Siennu úr fyrra hjónabandi með Marko Jaric en þau skildu árið 2014. Hún hefur verið með Andre síðan á síðasta ári og virðast þau spennt fyrir fyrsta barninu sínu saman sem kemur í heiminn í haust.
Ofurfyrirsætan Adriana Lima á von á barni

Fyrirsætan Adriana Lima birti sitt fyrsta Tik Tok myndband fyrr í dag þar sem hún tilkynnti að lítið barn sé á leiðinni. Í myndbandinu má sjá hvernig kærastinn hennar Andre Lemmers er reglulega að bregða henni og hvernig hún nær að bregða honum til baka með óléttuprófinu.
Tengdar fréttir

Shay Mitchell á von á öðru barni
Leikkonan Shay Mitchell á von á sínu öðru barni með kærastanum Matte Babel en fyrir eiga þau eina dóttur. Shay er líklega þekktust fyrir leik sinn í Pretty Little Liars og You en hún stofnaði og rekur einnig fyrirtækið BÉIS.

Rihanna birtir nýja óléttumynd á Instagram
Tónlistarkonan og milljarðamæringurinn Rihanna deildi fallegri bumbumynd á Instagram í gær. Síðustu mánuði hefur verið hávær orðrómur um það að tónlistarkonan ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky en sá orðrómur var staðfestur nú í vikunni.

Súperfyrirsæta situr fyrir á ströndinni
Súperfyrirsætan og Victoria Secret engillinn Adriana Lima sat fyrir á ströndum Karabíahafsins á dögunum