„Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Elísabet Hanna skrifar 18. febrúar 2022 17:56 Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Vísir/Vilhelm Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. Hann er búinn að hugsa meira um jarðaförina en dauðann og ætlar sjálfur að flytja líkræðuna í jarðaförinni sinni og fá síðasta orðið. Poppaði út á maganum „Ég vakna á miðvikudegi og það er eitthvað búið að poppa út á maganum á mér, kviðnum á mér, þar er bara einhver útferð. Ég hélt fyrst að þetta væri kviðslit nema ég náttúrulega fann ekki fyrir neinu“ segir Sigurbjörn um það hvenær hann varð fyrst var við meinið. Í framhaldinu tóku við læknisheimsóknir og myndatökur og í kjölfarið var hann greindur með fjórða stigs sortuæxli sem var búið að dreifa sér. Hann fékk greininguna föstudeginum fyrir helgi þegar hann átti að fara að lýsa Reykjavíkurleikunum á sunnudeginum, í dag eru ellefu mánuðir síðan. „Þetta er náttúrulega bara í lang lang langflestum tilfellum bara dauðadómur,“ segir hann um greininguna. Nokkrum árum áður hafði hann fengið fæðingarblett sem honum fannst furðulegur, bletturinn var fjarlægður, sendur í ræktun þar sem breytingar komu í ljós og allir eitlar skoðaðir í framhaldinu og þar með átti þetta að vera búið. „Svo fimm árum seinna er þetta komið út um allt og enginn veit hvernig,“ bætir hann við. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir settist niður með Sigurbirni í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hlaðvarpið er framleitt af Krafti í samstarfi við Vísi og birtast tveir þættir í mánuði. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Mig langar að lifa Skrítið að skipuleggja framtíðina „Til að eiga meiri tíma þarf ég að minnka við mig vinnuna,“ segir Sigurbjörn um það að vera áfram í fullu starfi. Hann segir að á sama tíma séu áhyggjur af fjárhag fjölskyldunnar ef hann fellur frá og tilfinningin að vilja tryggja góða afkomu þeirra í framtíðinni mjög sterk. Sigurbjörn segir að það sé skrítið að hugsa til þess að hann og eiginkona hans hafi verið byrjuð að spá í því hvað þau ætluðu að gera í næsta fasa lífsins, hvernig þau ætluðu að njóta hans og eldast saman. Allt í einu sé hún mögulega að fara að vera ein í því, eða jafnvel með einhverjum öðrum en honum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson ræðir sína reynslu í einlægu viðtali um krabbameinið.Vísir/Vilhelm Mun reyna að hrekkja fólkið sitt að handan Hann trúir á eftirlífið og ætlar að reyna að hrekkja fólkið sitt að handan ef hann á möguleika á því. „Mér finnst það mjög líklegt að ég myndi reyna að hrekkja eitthvað ef ég mögulega gæti sko, það er bara eins og ég segi lífið er bara til þess að hafa gaman að því“ segir Sigurbjörn glettinn. Hann tekur krabbameininu af miklu æðruleysi og vill skapa fleiri minningar með börnunum á meðan tími gefst. „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er unnið af Krafti í samstarfi við Vísi.Vísir/Vilhelm Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org. Tengdar fréttir Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Hann er búinn að hugsa meira um jarðaförina en dauðann og ætlar sjálfur að flytja líkræðuna í jarðaförinni sinni og fá síðasta orðið. Poppaði út á maganum „Ég vakna á miðvikudegi og það er eitthvað búið að poppa út á maganum á mér, kviðnum á mér, þar er bara einhver útferð. Ég hélt fyrst að þetta væri kviðslit nema ég náttúrulega fann ekki fyrir neinu“ segir Sigurbjörn um það hvenær hann varð fyrst var við meinið. Í framhaldinu tóku við læknisheimsóknir og myndatökur og í kjölfarið var hann greindur með fjórða stigs sortuæxli sem var búið að dreifa sér. Hann fékk greininguna föstudeginum fyrir helgi þegar hann átti að fara að lýsa Reykjavíkurleikunum á sunnudeginum, í dag eru ellefu mánuðir síðan. „Þetta er náttúrulega bara í lang lang langflestum tilfellum bara dauðadómur,“ segir hann um greininguna. Nokkrum árum áður hafði hann fengið fæðingarblett sem honum fannst furðulegur, bletturinn var fjarlægður, sendur í ræktun þar sem breytingar komu í ljós og allir eitlar skoðaðir í framhaldinu og þar með átti þetta að vera búið. „Svo fimm árum seinna er þetta komið út um allt og enginn veit hvernig,“ bætir hann við. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir settist niður með Sigurbirni í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hlaðvarpið er framleitt af Krafti í samstarfi við Vísi og birtast tveir þættir í mánuði. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Mig langar að lifa Skrítið að skipuleggja framtíðina „Til að eiga meiri tíma þarf ég að minnka við mig vinnuna,“ segir Sigurbjörn um það að vera áfram í fullu starfi. Hann segir að á sama tíma séu áhyggjur af fjárhag fjölskyldunnar ef hann fellur frá og tilfinningin að vilja tryggja góða afkomu þeirra í framtíðinni mjög sterk. Sigurbjörn segir að það sé skrítið að hugsa til þess að hann og eiginkona hans hafi verið byrjuð að spá í því hvað þau ætluðu að gera í næsta fasa lífsins, hvernig þau ætluðu að njóta hans og eldast saman. Allt í einu sé hún mögulega að fara að vera ein í því, eða jafnvel með einhverjum öðrum en honum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson ræðir sína reynslu í einlægu viðtali um krabbameinið.Vísir/Vilhelm Mun reyna að hrekkja fólkið sitt að handan Hann trúir á eftirlífið og ætlar að reyna að hrekkja fólkið sitt að handan ef hann á möguleika á því. „Mér finnst það mjög líklegt að ég myndi reyna að hrekkja eitthvað ef ég mögulega gæti sko, það er bara eins og ég segi lífið er bara til þess að hafa gaman að því“ segir Sigurbjörn glettinn. Hann tekur krabbameininu af miklu æðruleysi og vill skapa fleiri minningar með börnunum á meðan tími gefst. „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er unnið af Krafti í samstarfi við Vísi.Vísir/Vilhelm Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org.
Tengdar fréttir Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54
Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01