Segja mikilvægt að huga að vatnsbúskap við byggingu risa fiskeldisstöðvar Samherja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:54 Tölvumynd af fyrirhugum fiskeldisgarði. Samherji Fiskeldi ehf. Samherji Fiskeldi ehf. áformar að byggja og reka landeldisstöð með 40 þúsund tonna ársframleiðslugetu í Auðlindagarði Orku við Garð á Reykjanesi undir nafninu Eldisgarður. Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar. Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar.
Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent