Úrskurðaður í farbann eftir nauðgunardóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2022 07:50 Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur úrskurðað erlendan karlmann, sem nýverið var sakfelldur fyrir nauðgun, í áframhaldandi farbann þar sem talinn er veruleg hætta á því að hann fari úr landi á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu á hemili hans í september á síðasta ári, án hennar samþykkis með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat ekki spornað viðverknaðinum sökum ölvunar. Dómur var kveðinn upp í málinu í síðustu viku þar sem maðurinn var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Krafist var þess að maðurinn yrði dæmdur í áframhaldandi farbann á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans og eftir atvikum á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum á áfrýjunarstigi. Í farbannsúrskurði héraðsdóms kom fram að maðurinn væri erlendur ríkisborgari sem hafi verið við störf hér á landi þar til samningur hans við atvinnurekenda rann út í október á síðasta ári. Hann hafi engin sérstök tengsl við landið og hafi greint frá því að hann hafi í hyggju að fara af landi brott. Til að tryggja nærveru hans hér á landi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum eða þar til afplánun hefst þótti héraðssaksónara nauðsynlegt að manninum yrði gert að sæta farbanni á meðan mál hans væri til meðferðar hjá æðra dómstóli. „Er það mat héraðssaksóknara að ætla megi að dómfelldi muni reyna að komast úr landi ellegar reyna að koma sér með öðrum hætti undan yfirvöldum sé hann frjáls ferða sinna.“ Héraðsdómur tók undir röksemdir héraðssaksóknara og úrskurðaði manninn í farbann til 1. september næstkomandi. Landsréttur staðfesti úrskurðinn. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu á hemili hans í september á síðasta ári, án hennar samþykkis með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat ekki spornað viðverknaðinum sökum ölvunar. Dómur var kveðinn upp í málinu í síðustu viku þar sem maðurinn var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Krafist var þess að maðurinn yrði dæmdur í áframhaldandi farbann á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans og eftir atvikum á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum á áfrýjunarstigi. Í farbannsúrskurði héraðsdóms kom fram að maðurinn væri erlendur ríkisborgari sem hafi verið við störf hér á landi þar til samningur hans við atvinnurekenda rann út í október á síðasta ári. Hann hafi engin sérstök tengsl við landið og hafi greint frá því að hann hafi í hyggju að fara af landi brott. Til að tryggja nærveru hans hér á landi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum eða þar til afplánun hefst þótti héraðssaksónara nauðsynlegt að manninum yrði gert að sæta farbanni á meðan mál hans væri til meðferðar hjá æðra dómstóli. „Er það mat héraðssaksóknara að ætla megi að dómfelldi muni reyna að komast úr landi ellegar reyna að koma sér með öðrum hætti undan yfirvöldum sé hann frjáls ferða sinna.“ Héraðsdómur tók undir röksemdir héraðssaksóknara og úrskurðaði manninn í farbann til 1. september næstkomandi. Landsréttur staðfesti úrskurðinn.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent